Landspítali ætlar að efla verulega þjónustu og minnka heildarkostnað sjúklinga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2018 18:45 Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira