Handbolti

Árni Þór mun spila fyrir bróður sinn í Garðabænum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Árni Þór Sigtryggson kom heim til Íslands úr atvinnumennskunni síðasta sumar.
Árni Þór Sigtryggson kom heim til Íslands úr atvinnumennskunni síðasta sumar. mynd/aue
Árni Þór Sigtryggsson, sem lék með Haukum í Olís deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa sagt upp störfum hjá Val, skrifaði núna á sjöunda tímanum undir samning við Stjörnuna í Garðabæ.

Hann mun leika með liðinu næstu tvö árin í Olís deildinni.

Árni Þór verður einnig aðstoðarþjálfari liðsins og mun þar standa við hlið bróðurs síns, Rúnars Sigtryggssonar, sem er þjálfari Stjörnunnar.

Rúnar stýrði Árna einnig á sínum tíma hjá Aue í Þýskalandi og á Akureyri þegar að félögin þar voru sameinuð á sínum tíma.

Stjarnan endaði í sjöunda sæti í Olís deildinni á síðasta tímabili og tapaði fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitunum.

Keppni í Olís deildinni hefst að nýju um helgina, Stjarnan leikur sinn fyrsta leik gegn Aftureldingu á heimavelli sunnudaginn 9. september. Seinni bylgjan hitar upp fyrir komandi tímabil í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×