Fengu lögregluforingja í bæjarráð Garðabæjar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, nefnir myndavélar og betri lýsingu sem leiðir til að bæta öryggi íbúa. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52
Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56