Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2018 10:24 Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Vísir/AP Lögreglan í Bretlandi hefur nafngreint tvo rússneska menn, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum fyrr á árinu. Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. Ekki verður farið fram á að þeir verði framseldir frá Rússlandi þar sem rússnesk lög meina slíkt. Lögreglan segir báða mennina hafa flogið frá Moskvu til London, á rússneskum vegabréfum, tveimur dögum áður en eitrað var fyrir Sergei og Julíu Skripal þann 4. mars. Nöfnin sem þeir notuðu á vegabréfunum eru þó talin veera dulnefni. Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Búið er að gefa út evrópska handtökuskipun á mennina, sem þýðir að ef þeir ferðast einhvern tímann til ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu yrðu þeir handteknir og framseldir til Bretlands. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Þau lifðu bæði af. Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís. Taugaeitrið Novichok var þróað í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna en Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni. These are the two suspected Salisbury Novichok poisoners and their aliases pic.twitter.com/GiTc0bRRZu— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018 The suspects were caught on CCTV on Wilton Road at 11.58 on the Sunday “moments before the attack” pic.twitter.com/Zou2EZ07pH— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. 21. ágúst 2018 11:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur nafngreint tvo rússneska menn, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum fyrr á árinu. Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. Ekki verður farið fram á að þeir verði framseldir frá Rússlandi þar sem rússnesk lög meina slíkt. Lögreglan segir báða mennina hafa flogið frá Moskvu til London, á rússneskum vegabréfum, tveimur dögum áður en eitrað var fyrir Sergei og Julíu Skripal þann 4. mars. Nöfnin sem þeir notuðu á vegabréfunum eru þó talin veera dulnefni. Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Búið er að gefa út evrópska handtökuskipun á mennina, sem þýðir að ef þeir ferðast einhvern tímann til ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu yrðu þeir handteknir og framseldir til Bretlands. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Þau lifðu bæði af. Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís. Taugaeitrið Novichok var þróað í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna en Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni. These are the two suspected Salisbury Novichok poisoners and their aliases pic.twitter.com/GiTc0bRRZu— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018 The suspects were caught on CCTV on Wilton Road at 11.58 on the Sunday “moments before the attack” pic.twitter.com/Zou2EZ07pH— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. 21. ágúst 2018 11:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00
Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21
„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09
Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. 21. ágúst 2018 11:49