Hannes í pistli um HM í FourFourTwo: „Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 12:00 Hannes Þór Halldórsson eftir leikinn á móti Argentínu. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira