Burberry hættir að brenna óseld föt Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 10:22 Burberry-föt fara ekki framhjá neinum, vísir/getty Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið. Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið.
Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira