Erlent

Búst við að hitabeltisstormurinn Florence nái styrk fellibyls

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að því að undirbúa neyðaráætlun.
Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að því að undirbúa neyðaráætlun. vísir/ap
Hitabeltisstormurinn Florence færist nær austurströnd Bandaríkjanna og búist er við að hann nái styrk fellibyls í dag. Veðurfræðingar vestanhafs segja að líkur séu á að óveðrið gangi á land á fimmtudag og muni hafa áhrif í Flórída og Norður Karólínu.

Fram kemur á vef Reuters að á morgun sé liðið ár frá því fellibylurinn Irma gekk yfir Flórídaskaga með tilheyrandi eyðileggingu og mannskaða. Rúmlega 60 manns létu lífið og skemmdir voru áætlaðar um 180 billjón dollara.

Fellibyl að þeirri stærðargráðu sem áætlað er að Florence verði hefur ekki verið spáð á þessu svæði í áraraðir og vinna yfirvöld í Bandaríkjunum að því að undirbúa neyðaráætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×