Hraustlegt hvassviðri í kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 06:51 Það mun blása töluvert víðsvegar landinu í dag. Veðurstofan Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. Þá getur jafnframt orðið mjög hvasst á miðhálendinu eftir því sem líður á daginn. Lægð sem liggur við Hvarf þessa stundina mun framkalla vaxandi suðlæga átt í dag og munu önnur skil, sem koma í kvöld, verða nokkuð hraustleg að sögn Veðurstofunnar. Spáð er stífri sunnan- og suðaustanátt með rigningu, þar af talsverðri rigningu sunnan og suðaustantil í nótt og í fyrramálið. Hviður við fjöll geta farið upp í 30 m/s og jafnvel 40 m/s á hálendinu. Gular viðvaranir eru í gildi og er fólki bent á þær. „Það er ekki útlit fyrir að þessi lægð slái nein met en hún getur engu að síður haft áhrif ef aðgát er ekki höfð, til dæmis hjá tjaldferðalöngum, bílum með aftanívagna og fólki með trampólín og laus garðhúsgögn í nærumhverfi sínu,“ segir veðurfræðingur. Þá frysti einnig víða á landinu í nótt - enda hægur vindur og víða léttskýjað. Næstu nótt er ekki útlit fyrir að hiti fari undir frostmark, en með lækkandi sólu má eðlilega gera ráð fyrir að þetta gerist aftur og aftur á næstu vikum enda ekki mikið eftir af sumrinu. Það stefnir svo í suðvestan strekking og skúri eða rigningu sunnan- og vestanlands á morgun og laugardag. Annars verður hægari vindur og bjartara veður.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan 10-18 m/s árla dags og talsverð rigning, einkum SA-lands. Síðan suðvestan 8-13 með skúrum, en léttir til N- og A-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA-horninu. Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á A-landi. Á sunnudag:Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s en strekkingur syðst. Væta um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu A-lands. Hiti 7 til 12 stig. Á mánudag:Suðlæg átt og fer að rigna S- og V-lands þegar líður á daginn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða væta með köflum. Hiti 7 til 13 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli úrkomu fyrir norðan og kólnandi veðri, en bjart með köflum syðra. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. Þá getur jafnframt orðið mjög hvasst á miðhálendinu eftir því sem líður á daginn. Lægð sem liggur við Hvarf þessa stundina mun framkalla vaxandi suðlæga átt í dag og munu önnur skil, sem koma í kvöld, verða nokkuð hraustleg að sögn Veðurstofunnar. Spáð er stífri sunnan- og suðaustanátt með rigningu, þar af talsverðri rigningu sunnan og suðaustantil í nótt og í fyrramálið. Hviður við fjöll geta farið upp í 30 m/s og jafnvel 40 m/s á hálendinu. Gular viðvaranir eru í gildi og er fólki bent á þær. „Það er ekki útlit fyrir að þessi lægð slái nein met en hún getur engu að síður haft áhrif ef aðgát er ekki höfð, til dæmis hjá tjaldferðalöngum, bílum með aftanívagna og fólki með trampólín og laus garðhúsgögn í nærumhverfi sínu,“ segir veðurfræðingur. Þá frysti einnig víða á landinu í nótt - enda hægur vindur og víða léttskýjað. Næstu nótt er ekki útlit fyrir að hiti fari undir frostmark, en með lækkandi sólu má eðlilega gera ráð fyrir að þetta gerist aftur og aftur á næstu vikum enda ekki mikið eftir af sumrinu. Það stefnir svo í suðvestan strekking og skúri eða rigningu sunnan- og vestanlands á morgun og laugardag. Annars verður hægari vindur og bjartara veður.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan 10-18 m/s árla dags og talsverð rigning, einkum SA-lands. Síðan suðvestan 8-13 með skúrum, en léttir til N- og A-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA-horninu. Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á A-landi. Á sunnudag:Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s en strekkingur syðst. Væta um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu A-lands. Hiti 7 til 12 stig. Á mánudag:Suðlæg átt og fer að rigna S- og V-lands þegar líður á daginn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða væta með köflum. Hiti 7 til 13 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli úrkomu fyrir norðan og kólnandi veðri, en bjart með köflum syðra.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira