Björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn voru kallaðir út vegna erlends ferðamanns sem slasaðist í Þríhnúkagíg á þriðja tímanum í dag. Konan slasaðist í gígnum sjálfum en búið er að koma henni upp og þarf að ganga með hana í um þrjá kílómetra til að koma henni í sjúkrabíl. Er konan ekki talin lífshættulega slösuð.
Uppfært klukkan 15:35:
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna þessa slyss.
