„Við erum ekki sáttar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2018 18:52 Guðlaug M. Sigurðardóttir er í samninganefnd ljósmæðra. Mynd/Skjáskot „Nei, við erum ekki sáttar,“ segir Guðlaug M. Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands um niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins.Niðurstaðan var kynnt nú síðdegis og felur meðal í sér að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkrunarfræðings með tveggja ára sérnám. Þannig skuli ljósmóðir í klínísku starfi raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingur sem er ekki með sérmenntun.Þá á greiða á ljósmóðurnemum á síðasta námsári laun í 25 vikur. Allar stofnanir sem ljósmæður starfa á eiga að hafa starfsþróunarkerfi og stofna á stýrihóp til að efla starfsþróun en gerðardómur setti fram ýmsar ábendingar og fyrirmæli, í sjö liðum.Rætt var við Guðlaugu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en horfa má á viðtalið hér fyrir neðan.„Við óskuðum eftir hækkun á grunnlaunum og við fengum ekki hækkun á grunnlaunum. Það sem við fengum eru ákveðnar tillögur í sjö liðum en þetta gefur okkur enga hækkun hér og nú,“ sagði Guðlaug aðspurð í hverju óánægja ljósmæðra myndi felast.Segir að það verði óánægja með niðurstöðuna Bætti Guðlaug við að ljósmæður væru nýkomnar með niðurstöðu gerðardóms í hendur og ættu eftir að fara betur í kjölinn á honum. Búið væri að senda hann á félagsmenn í Ljósmæðrafélaginu og boðað yrði til fundar á morgun þar sem niðurstaðan yrði kynnt betur fyrir félagsmönnum. Guðlaug á ekki von á því að ánægja verði með niðurstöðu gerðardóms.Ljósmæður mótmæltu kröftuglega á meðan á samningaviðræðum stóð.Vísir/Elín„Mitt fyrsta mat er að það verður óánægja með þetta en eins og ég segi við eigum eftir að skoða þetta. Ég er ekki að sjá að þetta gefi okkur neitt, allavega ekki núna en það eru ákveðnar tillögur um hvað er hægt að gera, en ekkert sem gefur okkur neitt akkúrat núna,“ segir Guðlaug.Hátt í fimmtíu ljósmæður sögðu upp störfum á meðan kjaradeilunni stóð en um 30-40 þeirra hafa snúið aftur til starfa að sögn Guðlaugar.En hún von á því að þær sem enn hafi ekki snúið aftur muni gera það vegna niðurstöðu gerðardóms?„Þetta gefur þeim enga ástæðu til þess að snúa til baka,“ segir Guðlaug. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27 Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
„Nei, við erum ekki sáttar,“ segir Guðlaug M. Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands um niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins.Niðurstaðan var kynnt nú síðdegis og felur meðal í sér að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkrunarfræðings með tveggja ára sérnám. Þannig skuli ljósmóðir í klínísku starfi raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingur sem er ekki með sérmenntun.Þá á greiða á ljósmóðurnemum á síðasta námsári laun í 25 vikur. Allar stofnanir sem ljósmæður starfa á eiga að hafa starfsþróunarkerfi og stofna á stýrihóp til að efla starfsþróun en gerðardómur setti fram ýmsar ábendingar og fyrirmæli, í sjö liðum.Rætt var við Guðlaugu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en horfa má á viðtalið hér fyrir neðan.„Við óskuðum eftir hækkun á grunnlaunum og við fengum ekki hækkun á grunnlaunum. Það sem við fengum eru ákveðnar tillögur í sjö liðum en þetta gefur okkur enga hækkun hér og nú,“ sagði Guðlaug aðspurð í hverju óánægja ljósmæðra myndi felast.Segir að það verði óánægja með niðurstöðuna Bætti Guðlaug við að ljósmæður væru nýkomnar með niðurstöðu gerðardóms í hendur og ættu eftir að fara betur í kjölinn á honum. Búið væri að senda hann á félagsmenn í Ljósmæðrafélaginu og boðað yrði til fundar á morgun þar sem niðurstaðan yrði kynnt betur fyrir félagsmönnum. Guðlaug á ekki von á því að ánægja verði með niðurstöðu gerðardóms.Ljósmæður mótmæltu kröftuglega á meðan á samningaviðræðum stóð.Vísir/Elín„Mitt fyrsta mat er að það verður óánægja með þetta en eins og ég segi við eigum eftir að skoða þetta. Ég er ekki að sjá að þetta gefi okkur neitt, allavega ekki núna en það eru ákveðnar tillögur um hvað er hægt að gera, en ekkert sem gefur okkur neitt akkúrat núna,“ segir Guðlaug.Hátt í fimmtíu ljósmæður sögðu upp störfum á meðan kjaradeilunni stóð en um 30-40 þeirra hafa snúið aftur til starfa að sögn Guðlaugar.En hún von á því að þær sem enn hafi ekki snúið aftur muni gera það vegna niðurstöðu gerðardóms?„Þetta gefur þeim enga ástæðu til þess að snúa til baka,“ segir Guðlaug.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27 Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27
Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46