Qarabag vann Valsbanana í Sheriff í umspilinu og komst í þannig í riðlakeppnina. Þar lenti liðið í riðli með Arsenal, Sporting og Vorskla frá Úkraínu.
Chelsea er í riðli með PAOK, Bate Borisov og Vidi frá Ungverjalandi. Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers mæta Villareal og Spartak Moskvu.
Alls eru fimm önnur Íslendingalið í riðlakeppninni. Íslendingaslagur verður í I riðli þar sem Sarpsborg og Malmö mætast. Rosenborg er í erfiðum riðli með Celtic, Salzburg og Leipzig. Zürich mætir Bayer Leverkusen á meðan Krasnodar lenti í riðli með Sevilla.
Riðlakeppnin fer af stað 20. september og úrslitaleikurinn fer síðan fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú 29. maí 2019.
The official result of the #UELdraw!
Toughest group? pic.twitter.com/nfTeWdG1rq
— UEFA Europa League (@EuropaLeague) August 31, 2018