Ekki liggur fyrir hvenær Spölur hættir gjaldtöku í göngin Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 12:55 Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998. Vísir/Pjetur Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli. Hvalfjarðargöng Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira