Útlendingastofnun afturreka með yfir helming brottvísana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru einungis staðfestar af kærunefnd í um það bil helmingi tilvika. Fréttablaðið/GVA Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði