Fólk hugi að skiptingu lífeyrisréttinda Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. ágúst 2018 05:15 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, hvetur fólk til að kanna hvort skipting lífeyrisréttinda henti því. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði