Bilunina má rekja til þess að ljósleiðarasamband rofnaði við skjánna sem varð til þess að skjáirnir hættu að virka. Starfsmenn flugvallarsins dóu þó ekki ráðalausir, náðu sér í tússtöflur og túss og uppfæra þeir töfluna með stöðu komu og brottfara á flugvellinum jafn óðum og upplýsingar berast.
Bilunin þykir nokkuð bagaleg enda reiða farþegar sig gjarnan mjög á upplýsingaskjái á flugvöllum til þess að fá upplýsingar um komur og brottfarir. Talsmaður flugvallarins hefur gefið út afsökunarbeiðni vegna bilunarinnar en í frétt BBC segir að nokkrir farþegar hafi misst af flugferðum vegna bilunarinnar en flestir farþegar hafi þó komist í rétt flug á réttum tíma.
Farþegar á flugvellinum hafa lýst reiði sinni vegna ástandsins á Twitter og líkti Helen Walsh, sem stödd var á flugvellinum, ástandinu sem „algjöru blóðbaði“.
I'm at Gatwick airport and the screens are broken, so they are announcing boarding gates with a white board!
They have a guy listening to a walkie talkie, erasing and updating the table! pic.twitter.com/AoxSpmQfHy
— Raúl Marcos (@raulmarcosl) August 20, 2018
Absolute carnage @Gatwick_Airport with no boards working and no staff with gate info
— Helen (@helenwalsh) August 20, 2018
Dear @Gatwick_Airport you should be tweeting this every 5 minutes! pic.twitter.com/e6UZyi5stc
— Edmund von der Burg (@evdb) August 20, 2018