Borga umsækjendum fyrir að hætta við Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður. Hælisleitendur Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður.
Hælisleitendur Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira