Hestar og hundar fengu hvílu hjá höfðingjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:33 Rúnar er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði og hefur verið stundakennari við HÍ. Fréttablaðið/Auðunn Níelsson Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira