Beint í berjamó á síðustu dögum sumarsins Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Sveinn Rúnar Hauksson fer á hverju ári í berjamó. Hann segir að víða sé ber að finna en líklega sé langmest af þeim á Austfjörðum. Sveinn Rúnar Hauksson Enn er örlítið eftir af sumri þó það styttist óðum í endalok. Það er snjallt að loka sumrinu með skemmtilegri ferð í berjamó. Víða eru góðir staðir fyrir berjatínslu en spurningin er sú hvar sprettan sé best í ár. Hver er betri til að svara því en Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um ber og berjatínslu? „Ef fólk ætlar í berjamó og vill ná að fylla fötur sínar eða jafnvel frystikistu þá eru Austfirðir líklega besti staðurinn. Sprettan kemur þar vel undan sumri og fólk byrjaði í raun að tína þar fyrir mánaðamótin síðastliðnu,“ segir Sveinn Rúnar sem sjálfur var á Ströndum í berjatínslu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „En ég hef ekki séð eitt ber í Borgarfirðinum, ekki grænjaxla eða neitt. Ég var í Þórsmörk um daginn og tíndi upp í mig eitt og eitt og tíndi alls 12 ber. Þau smökkuðust ágætlega, en voru þó lítil. Þau komust allavega vel fyrir í lófanum.“Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.Einnig gott á Norðausturlandi Horfur eru ekki sérlega góðar hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni en aldrei að vita hvað náttúran hefur fram að færa. Góðir staðir fyrir tínslu hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni eru meðal annars Heiðmörk, svæðið í kringum Rauðavatn, í grennd við Nesjavallaleiðina, Mosfellsdalurinn og heiðarnar beggja vegna vegarins, Kjósin, Esjurætur og Hvalfjörðurinn. „Það er að rætast úr þessu hérna á Ströndum sýnist mér. Það er líka býsna gott á Norðausturlandi. Ég fékk líka fréttir af Tröllaskaga og frægu berjakistunni sem Böggvisstaðafjall er ofan Dalvíkur. Þar eru komin falleg ber en þó ekki alveg þroskuð orðin. Þannig að ég held að það þurfi að bíða örlítið en það er hins vegar ekkert of fljótt að fara af stað núna. Það er að minnsta kosti allt klárt fyrir austan,“ bætir Sveinn Rúnar við. Bláberjasulta á tvo vegu Bláberjasulta sykurlaus 700 g bláber 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur 1 tsk. vanilluduft Hreinsið og skolið berin. Maukið allt í blandara. Setjið blönduna í pott og sjóðið í um 10 mínútur. Hellið í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Bláberjasulta með sykri 500 g bláber 350 g strásykur 2 tsk. vatn Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í um það bil 10 mínútur. Hellið svo blöndunni því næst í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Enn er örlítið eftir af sumri þó það styttist óðum í endalok. Það er snjallt að loka sumrinu með skemmtilegri ferð í berjamó. Víða eru góðir staðir fyrir berjatínslu en spurningin er sú hvar sprettan sé best í ár. Hver er betri til að svara því en Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um ber og berjatínslu? „Ef fólk ætlar í berjamó og vill ná að fylla fötur sínar eða jafnvel frystikistu þá eru Austfirðir líklega besti staðurinn. Sprettan kemur þar vel undan sumri og fólk byrjaði í raun að tína þar fyrir mánaðamótin síðastliðnu,“ segir Sveinn Rúnar sem sjálfur var á Ströndum í berjatínslu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „En ég hef ekki séð eitt ber í Borgarfirðinum, ekki grænjaxla eða neitt. Ég var í Þórsmörk um daginn og tíndi upp í mig eitt og eitt og tíndi alls 12 ber. Þau smökkuðust ágætlega, en voru þó lítil. Þau komust allavega vel fyrir í lófanum.“Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.Einnig gott á Norðausturlandi Horfur eru ekki sérlega góðar hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni en aldrei að vita hvað náttúran hefur fram að færa. Góðir staðir fyrir tínslu hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni eru meðal annars Heiðmörk, svæðið í kringum Rauðavatn, í grennd við Nesjavallaleiðina, Mosfellsdalurinn og heiðarnar beggja vegna vegarins, Kjósin, Esjurætur og Hvalfjörðurinn. „Það er að rætast úr þessu hérna á Ströndum sýnist mér. Það er líka býsna gott á Norðausturlandi. Ég fékk líka fréttir af Tröllaskaga og frægu berjakistunni sem Böggvisstaðafjall er ofan Dalvíkur. Þar eru komin falleg ber en þó ekki alveg þroskuð orðin. Þannig að ég held að það þurfi að bíða örlítið en það er hins vegar ekkert of fljótt að fara af stað núna. Það er að minnsta kosti allt klárt fyrir austan,“ bætir Sveinn Rúnar við. Bláberjasulta á tvo vegu Bláberjasulta sykurlaus 700 g bláber 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur 1 tsk. vanilluduft Hreinsið og skolið berin. Maukið allt í blandara. Setjið blönduna í pott og sjóðið í um 10 mínútur. Hellið í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Bláberjasulta með sykri 500 g bláber 350 g strásykur 2 tsk. vatn Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í um það bil 10 mínútur. Hellið svo blöndunni því næst í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira