Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2018 06:30 Ströng gæsla er við landamæri Ungverjalands við Serbíu. Hér sést hermaður við girðinguna. Nordicphotos/AFP Hælisleitendum sem Ungverjar halda á landamærunum við Serbíu hefur verið neitað um mat. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) greindu frá í gær og segja yfirvöld í Ungverjalandi hafa hætt matargjöfum í upphafi mánaðar. „Ríkisstjórnin hefur sokkið í nýjar, ómanneskjulegar lægðir með því að neita fólki í haldi um mat,“ var haft eftir Lydiu Gall, rannsakanda samtakanna í Austur-Evrópu. „Þessi stefna sýnir algjöra vanvirðingu hvað velferð fólks varðar og virðist til þess gerð að neyða hælisleitendur til að draga áfrýjanir sínar til baka og yfirgefa Ungverjaland,“ sagði Gall enn fremur en um er að ræða hælisleitendur sem hafa áfrýjað höfnun umsókna sinna. HRW ræddi við lögmenn tveggja afganskra fjölskyldna og sýrlenskra bræðra sem eru á meðal þeirra sem hefur verið neitað um mat. Lögmennirnir sögðu meðal annars að þótt afgönsku börnin og móðir með barn á brjósti hafi fengið að borða hafi þeim verið meinað að deila matnum með fjölskyldunni. Ungverska Helsinkinefndin, mannréttindabaráttusamtök þar í landi, kærði mál afgönsku fjölskyldnanna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann 10. ágúst komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ungverska ríkinu bæri að fæða fjölskyldurnar tvær og hefur kveðið upp sams konar dóma í þrígang síðan. Samkvæmt HRW hefur Ungverjalandsstjórn virt úrskurðina og farið eftir þeim. Hins vegar sé enn til staðar hætta á því að hælisleitendur verði sveltir í náinni framtíð. Tók Mannréttindavaktin dæmi um að prestinum Gabor Ivanyi hafi verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem hælisleitendunum er haldið þann 20. ágúst. Ivanyi var á leið með matarsendingu. Þá hélt Ungverska Helsinkinefndin því fram á Twitter á þriðjudag að einhleypri afganskri konu hafi verið neitað um mat eftir að umsókn hennar var hafnað. „Hún er áttundi skjólstæðingur okkar sem hefur þurft að þola þessa ómannúðlegu meðferð. Innflytjendastofnun vill ekki gefa henni mat þar til dómstólar krefja hana til þess.“ Innflytjendastofnun sagði í yfirlýsingu á mánudag að ekkert væri að finna í ungverskum lögum sem kvæði á um skuldbindingu yfirvalda til þess að sjá hælisleitendum í haldi fyrir mat. Þó er ljóst að Ungverjar eru aðilar ýmissa mannréttindasáttmála sem leggja blátt bann við ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð fólks í haldi.Hörð afstaða Ríkisstjórn Viktors Orbán hefur beitt sér af hörku gegn flutningi hælisleitenda og flóttafólks til Ungverjalands allt frá því slíkum flutningum til Evrópu snarfjölgaði árið 2015. Strax sama ár reistu Ung- verjar til að mynda fjögurra metra háa og rúmlega 500 kílómetra langa girðingu á landamærunum við Serbíu og Króatíu. Þá voru ný lög samþykkt þar í landi í júní. Ólöglegt varð að „stuðla að ólöglegum flutningum“ til Ung- verjalands. Löggjöfin var harðlega gagnrýnd og sagði framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hana ólöglega. Feneyjanefnd Evrópuráðsins lýsti svo áhyggjum í júní í skýrslu sem lak til BBC af því að löggjöfin gerði starfsemi óháðra félagasamtaka ólöglega. Ungverjar hafa sömuleiðis neitað að taka á móti þeim flóttamönnum sem þeir eiga að taka á móti sam- kvæmt samþykktum meirihluta Evrópusambandsins. Orbán hefur sjálfur sagt að koma flóttafólks til Ungverjalands ógni þjóðaröryggi. „Við lítum ekki á þetta fólk sem íslamska flóttamenn heldur íslamskan innrásarher,“ sagði Orban við Bild í upphafi árs og bætti því við að hugsjónin um fjöl- menningarsamfélag væri blekking. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Ungverjaland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Hælisleitendum sem Ungverjar halda á landamærunum við Serbíu hefur verið neitað um mat. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) greindu frá í gær og segja yfirvöld í Ungverjalandi hafa hætt matargjöfum í upphafi mánaðar. „Ríkisstjórnin hefur sokkið í nýjar, ómanneskjulegar lægðir með því að neita fólki í haldi um mat,“ var haft eftir Lydiu Gall, rannsakanda samtakanna í Austur-Evrópu. „Þessi stefna sýnir algjöra vanvirðingu hvað velferð fólks varðar og virðist til þess gerð að neyða hælisleitendur til að draga áfrýjanir sínar til baka og yfirgefa Ungverjaland,“ sagði Gall enn fremur en um er að ræða hælisleitendur sem hafa áfrýjað höfnun umsókna sinna. HRW ræddi við lögmenn tveggja afganskra fjölskyldna og sýrlenskra bræðra sem eru á meðal þeirra sem hefur verið neitað um mat. Lögmennirnir sögðu meðal annars að þótt afgönsku börnin og móðir með barn á brjósti hafi fengið að borða hafi þeim verið meinað að deila matnum með fjölskyldunni. Ungverska Helsinkinefndin, mannréttindabaráttusamtök þar í landi, kærði mál afgönsku fjölskyldnanna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann 10. ágúst komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ungverska ríkinu bæri að fæða fjölskyldurnar tvær og hefur kveðið upp sams konar dóma í þrígang síðan. Samkvæmt HRW hefur Ungverjalandsstjórn virt úrskurðina og farið eftir þeim. Hins vegar sé enn til staðar hætta á því að hælisleitendur verði sveltir í náinni framtíð. Tók Mannréttindavaktin dæmi um að prestinum Gabor Ivanyi hafi verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem hælisleitendunum er haldið þann 20. ágúst. Ivanyi var á leið með matarsendingu. Þá hélt Ungverska Helsinkinefndin því fram á Twitter á þriðjudag að einhleypri afganskri konu hafi verið neitað um mat eftir að umsókn hennar var hafnað. „Hún er áttundi skjólstæðingur okkar sem hefur þurft að þola þessa ómannúðlegu meðferð. Innflytjendastofnun vill ekki gefa henni mat þar til dómstólar krefja hana til þess.“ Innflytjendastofnun sagði í yfirlýsingu á mánudag að ekkert væri að finna í ungverskum lögum sem kvæði á um skuldbindingu yfirvalda til þess að sjá hælisleitendum í haldi fyrir mat. Þó er ljóst að Ungverjar eru aðilar ýmissa mannréttindasáttmála sem leggja blátt bann við ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð fólks í haldi.Hörð afstaða Ríkisstjórn Viktors Orbán hefur beitt sér af hörku gegn flutningi hælisleitenda og flóttafólks til Ungverjalands allt frá því slíkum flutningum til Evrópu snarfjölgaði árið 2015. Strax sama ár reistu Ung- verjar til að mynda fjögurra metra háa og rúmlega 500 kílómetra langa girðingu á landamærunum við Serbíu og Króatíu. Þá voru ný lög samþykkt þar í landi í júní. Ólöglegt varð að „stuðla að ólöglegum flutningum“ til Ung- verjalands. Löggjöfin var harðlega gagnrýnd og sagði framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hana ólöglega. Feneyjanefnd Evrópuráðsins lýsti svo áhyggjum í júní í skýrslu sem lak til BBC af því að löggjöfin gerði starfsemi óháðra félagasamtaka ólöglega. Ungverjar hafa sömuleiðis neitað að taka á móti þeim flóttamönnum sem þeir eiga að taka á móti sam- kvæmt samþykktum meirihluta Evrópusambandsins. Orbán hefur sjálfur sagt að koma flóttafólks til Ungverjalands ógni þjóðaröryggi. „Við lítum ekki á þetta fólk sem íslamska flóttamenn heldur íslamskan innrásarher,“ sagði Orban við Bild í upphafi árs og bætti því við að hugsjónin um fjöl- menningarsamfélag væri blekking.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Ungverjaland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira