Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 15:03 Asia Argento og Anthony Bourdain höfðu verið par í rúmt ár þegar hann lést í júní síðastliðnum. Vísir/getty Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. Málið hefur einkum verið í eldlínunni sökum þess að Argento er einn forsprakka #MeToo-hreyfingarinnar og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um nauðgun í fyrra. Þá er Argento jafnframt ein af fyrstu konunum sem borin er slíkum sökum.Hræddur og sakbitinn Bennett og Argento hafa nú bæði tjáð sig um ásakanirnar. Bennett hafði óskað eftir friði frá fjölmiðlum þangað til hann væri reiðubúinn að senda frá sér yfirlýsingu, sem hann gerði seint í gær. Þar sagðist hann hafa verið of „hræddur og sakbitinn“ til að stíga fram og segja sögu sína, þangað til nú. Þá snerti hann einnig á því hversu erfitt það væri fyrir hann sem karlmann að vera fórnarlamb kynferðisofbeldis sökum viðhorfa í samfélaginu. Eins og áður hefur komið fram heldur Bennett því fram að Argento hafi brotið á sér kynferðislega á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Hann var 17 ára þegar meint brot á að hafa verið framið og hún 20 árum eldri, eða 37 ára. Samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ár.Asia Argento og Jimmy Bennett árið 2003. Með þeim á myndinni eru leikararnir og tvíburarnir Dylan og Cole Sprouse.Vísir/GettyÍ fyrstu umfjöllun bandaríska dagblaðsins The New York Times kom fram að á meðal gagna málsins væri ljósmynd sem Argento og Bennett hefðu tekið af sér uppi í rúmi. TMZ birti myndina fyrst fjölmiðla í gær en á henni sjást Argento og Bennett saman ber að ofan. TMZ segist hafa heimildir fyrir því að myndin sé tekin „að loknum samförum“.Bourdain stóð með kærustu sinni Argento sendi fyrst frá sér yfirlýsingu í fyrradag og þvertók þar fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Hún viðurkenndi þó að hafa greitt honum fyrir að þegja um málið í apríl síðastliðnum. Fram kom í yfirlýsingunni að þáverandi kærasti hennar, sjónvarpskokkurinn Anthony Bourdain, hafi séð um greiðsluna sem nam 380 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 41 milljón íslenskra króna. Argento og Bourdain höfðu verið par í rúmt ár áður en hann lést nú í júní. Argento sagði jafnframt í yfirlýsingu sinni að Bourdain hefði ákveðið að „veita Bennett fjárhagslega aðstoð“ vegna „gegndarlausra“ beiðna um fé frá þeim síðarnefnda. Sjálfur var Bourdain ötull stuðningsmaður #MeToo-hreyfingarinnar. Í smáskilaboðum á milli Argento og Bourdain, sem TMZ segist hafa undir höndum, fullvissar hann hana um að engin játning um misferli felist í greiðslunni. Þá segist Bourdain jafnframt standa með kærustu sinni hvað sem á dynur.Leikarinn Jimmy Bennett er 22 ára í dag.Vísir/GEttySagðist ekki hafa vitað að Bennett væri undir lögaldri TMZ hefur einnig birt smáskilaboð, sem sögð eru vera á milli Argento og vinar hennar. Í skilaboðunum segir hún að Bennett hafi átt frumkvæðið að samförum sem þau stunduðu á hótelherberginu. Þá fullyrðir Argento að hún hafi ekki vitað að Bennett væri undir lögaldri. Samantekt TMZ á smáskilaboðum Argento, auk myndar af orðsendingu sem Bennett á að hafa skrifað Argento eftir að þau hittust á hótelinu, má nálgast hér. Þó ber að athuga að ekki hefur fengist staðfest að skilaboðin hafi raunverulega verið send og þá heldur ekki að þau séu frá Argento. #MeToo-hreyfingin fyrir alla Málið hefur einkum vakið athygli vegna þess að Argento er sjálf einn af forsprökkum #MeToo-hreyfingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem sakað hafa fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér og hefur verið hávær í baráttu sinni gegn kynferðisofbeldi síðustu misseri. Leikkonan Alyssa Milano, sem einnig hefur látið í sér heyra undir merkjum #MeToo, tjáði sig um ásakanirnar á hendur Argento í vikunni. Hún sagði mikilvægt að muna að fórnarlömb kynferðisofbeldis geta líka verið gerendur. Upphafskona #MeToo-hreyfingarinnar, Tarana Burke, notaði einnig tækifærið og brást við ásökunum Bennett á Twitter. Hún sagði hreyfinguna ætlaða öllum, þar á meðal þeim hugrökku karlmönnum sem stigið hafa fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Burke hvatti fólk til að láta ekki þetta eina mál kollvarpa allri hreyfingunni.I've said repeatedly that the #metooMVMT is for all of us, including these brave young men who are now coming forward. It will continue to be jarring when we hear the names of some of our faves connected to sexual violence unless we shift from talking about individuals [+]— Tarana (@TaranaBurke) August 20, 2018 Aðrir hafa gagnrýnt fréttaflutning af málinu og fullyrða að væri Argento karlmaður hefði Hollywood farið um hana öllu óblíðari höndum en raun ber vitni.The men who were accused in the movement lost their careers, reputation and their livelihood. What about Asia Argento? As of today, she is still a part of the X Factor Italy. If a man did what they are accusing her, he would not be working tomorrow.— Gloria Johnson (@ggirlno1) August 22, 2018 MeToo Tengdar fréttir Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30 „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. Málið hefur einkum verið í eldlínunni sökum þess að Argento er einn forsprakka #MeToo-hreyfingarinnar og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um nauðgun í fyrra. Þá er Argento jafnframt ein af fyrstu konunum sem borin er slíkum sökum.Hræddur og sakbitinn Bennett og Argento hafa nú bæði tjáð sig um ásakanirnar. Bennett hafði óskað eftir friði frá fjölmiðlum þangað til hann væri reiðubúinn að senda frá sér yfirlýsingu, sem hann gerði seint í gær. Þar sagðist hann hafa verið of „hræddur og sakbitinn“ til að stíga fram og segja sögu sína, þangað til nú. Þá snerti hann einnig á því hversu erfitt það væri fyrir hann sem karlmann að vera fórnarlamb kynferðisofbeldis sökum viðhorfa í samfélaginu. Eins og áður hefur komið fram heldur Bennett því fram að Argento hafi brotið á sér kynferðislega á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Hann var 17 ára þegar meint brot á að hafa verið framið og hún 20 árum eldri, eða 37 ára. Samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ár.Asia Argento og Jimmy Bennett árið 2003. Með þeim á myndinni eru leikararnir og tvíburarnir Dylan og Cole Sprouse.Vísir/GettyÍ fyrstu umfjöllun bandaríska dagblaðsins The New York Times kom fram að á meðal gagna málsins væri ljósmynd sem Argento og Bennett hefðu tekið af sér uppi í rúmi. TMZ birti myndina fyrst fjölmiðla í gær en á henni sjást Argento og Bennett saman ber að ofan. TMZ segist hafa heimildir fyrir því að myndin sé tekin „að loknum samförum“.Bourdain stóð með kærustu sinni Argento sendi fyrst frá sér yfirlýsingu í fyrradag og þvertók þar fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Hún viðurkenndi þó að hafa greitt honum fyrir að þegja um málið í apríl síðastliðnum. Fram kom í yfirlýsingunni að þáverandi kærasti hennar, sjónvarpskokkurinn Anthony Bourdain, hafi séð um greiðsluna sem nam 380 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 41 milljón íslenskra króna. Argento og Bourdain höfðu verið par í rúmt ár áður en hann lést nú í júní. Argento sagði jafnframt í yfirlýsingu sinni að Bourdain hefði ákveðið að „veita Bennett fjárhagslega aðstoð“ vegna „gegndarlausra“ beiðna um fé frá þeim síðarnefnda. Sjálfur var Bourdain ötull stuðningsmaður #MeToo-hreyfingarinnar. Í smáskilaboðum á milli Argento og Bourdain, sem TMZ segist hafa undir höndum, fullvissar hann hana um að engin játning um misferli felist í greiðslunni. Þá segist Bourdain jafnframt standa með kærustu sinni hvað sem á dynur.Leikarinn Jimmy Bennett er 22 ára í dag.Vísir/GEttySagðist ekki hafa vitað að Bennett væri undir lögaldri TMZ hefur einnig birt smáskilaboð, sem sögð eru vera á milli Argento og vinar hennar. Í skilaboðunum segir hún að Bennett hafi átt frumkvæðið að samförum sem þau stunduðu á hótelherberginu. Þá fullyrðir Argento að hún hafi ekki vitað að Bennett væri undir lögaldri. Samantekt TMZ á smáskilaboðum Argento, auk myndar af orðsendingu sem Bennett á að hafa skrifað Argento eftir að þau hittust á hótelinu, má nálgast hér. Þó ber að athuga að ekki hefur fengist staðfest að skilaboðin hafi raunverulega verið send og þá heldur ekki að þau séu frá Argento. #MeToo-hreyfingin fyrir alla Málið hefur einkum vakið athygli vegna þess að Argento er sjálf einn af forsprökkum #MeToo-hreyfingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem sakað hafa fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér og hefur verið hávær í baráttu sinni gegn kynferðisofbeldi síðustu misseri. Leikkonan Alyssa Milano, sem einnig hefur látið í sér heyra undir merkjum #MeToo, tjáði sig um ásakanirnar á hendur Argento í vikunni. Hún sagði mikilvægt að muna að fórnarlömb kynferðisofbeldis geta líka verið gerendur. Upphafskona #MeToo-hreyfingarinnar, Tarana Burke, notaði einnig tækifærið og brást við ásökunum Bennett á Twitter. Hún sagði hreyfinguna ætlaða öllum, þar á meðal þeim hugrökku karlmönnum sem stigið hafa fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Burke hvatti fólk til að láta ekki þetta eina mál kollvarpa allri hreyfingunni.I've said repeatedly that the #metooMVMT is for all of us, including these brave young men who are now coming forward. It will continue to be jarring when we hear the names of some of our faves connected to sexual violence unless we shift from talking about individuals [+]— Tarana (@TaranaBurke) August 20, 2018 Aðrir hafa gagnrýnt fréttaflutning af málinu og fullyrða að væri Argento karlmaður hefði Hollywood farið um hana öllu óblíðari höndum en raun ber vitni.The men who were accused in the movement lost their careers, reputation and their livelihood. What about Asia Argento? As of today, she is still a part of the X Factor Italy. If a man did what they are accusing her, he would not be working tomorrow.— Gloria Johnson (@ggirlno1) August 22, 2018
MeToo Tengdar fréttir Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30 „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent