Uppselt á Opna breska risamótið í golfi 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 16:00 Rory McIlroy. Vísir/Getty Það eru ennþá ellefu mánuðir í Opna breska meistaramótið í golfi en ef þú ætlar að fá miða þá varstu of seinn. Opna breska meistaramótið fer fram 14. til 17. júlí 2019 og það er uppselt á mótið. Það er ekki einu sinni hægt að fá barnamiða lengur. BBC segir frá. Mótið fer fram á Royal Portrush en þetta er í fyrsta sinn síðan 1951 þar sem Opna breska meistaramótið fer fram í Norður Írlandi.Tickets have already sold out for next year’s Open Championship – 11 months before it takes place. Readhttps://t.co/smhAoEdmQJpic.twitter.com/UtnlYPzCYQ — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2018Áhugasamir geta reyndar ennþá fengið miða á æfingadagana fyrir mótið en allir miðar á keppnisdagana fjóra eru uppseldir. Gríðarlegur áhugi er á mótinu á Norður Írlandi en þarna gæti Norður-Írinn Rory McIlroy unnið mótið á heimavelli. McIlroy er einn besti kylfingur heims og hefur unnið fjögur risamót þar á meðal Opna breska meistaramótið árið 2014. Þegar Opna írska meistaramótið í golfi fór fram á þessum velli árið 2012, sem hluti af evrópsku mótaröðinni, þá komu 112 þúsund áhorfendur á mótið. Aldrei áður höfðu komið svo margir á mót á evrópsku mótaröðinni Mótið eftir ellefu mánuði verður 148. Opna breska meistaramótið frá upphafi en Ítalinn Francesco Molinari vann mótið í ár sem fór fram á Angus vellinum í Skotlandi 19. til 22. júlí. Ísland átti þá keppenda á Opna breska meistaramótinu í fyrsta sinn en Haraldur Franklín Magnús tryggði sér þáttökurétt þegar hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið. Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það eru ennþá ellefu mánuðir í Opna breska meistaramótið í golfi en ef þú ætlar að fá miða þá varstu of seinn. Opna breska meistaramótið fer fram 14. til 17. júlí 2019 og það er uppselt á mótið. Það er ekki einu sinni hægt að fá barnamiða lengur. BBC segir frá. Mótið fer fram á Royal Portrush en þetta er í fyrsta sinn síðan 1951 þar sem Opna breska meistaramótið fer fram í Norður Írlandi.Tickets have already sold out for next year’s Open Championship – 11 months before it takes place. Readhttps://t.co/smhAoEdmQJpic.twitter.com/UtnlYPzCYQ — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2018Áhugasamir geta reyndar ennþá fengið miða á æfingadagana fyrir mótið en allir miðar á keppnisdagana fjóra eru uppseldir. Gríðarlegur áhugi er á mótinu á Norður Írlandi en þarna gæti Norður-Írinn Rory McIlroy unnið mótið á heimavelli. McIlroy er einn besti kylfingur heims og hefur unnið fjögur risamót þar á meðal Opna breska meistaramótið árið 2014. Þegar Opna írska meistaramótið í golfi fór fram á þessum velli árið 2012, sem hluti af evrópsku mótaröðinni, þá komu 112 þúsund áhorfendur á mótið. Aldrei áður höfðu komið svo margir á mót á evrópsku mótaröðinni Mótið eftir ellefu mánuði verður 148. Opna breska meistaramótið frá upphafi en Ítalinn Francesco Molinari vann mótið í ár sem fór fram á Angus vellinum í Skotlandi 19. til 22. júlí. Ísland átti þá keppenda á Opna breska meistaramótinu í fyrsta sinn en Haraldur Franklín Magnús tryggði sér þáttökurétt þegar hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið.
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira