Úthúðaði „apakjötinu“ í Bláa lóninu í beinni útsendingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 08:31 Jacquees var ánægður með Ísland - að frátöldu kjötinu í Bláa lóninu. Instagram Þó svo að bandaríski tónlistarmaðurinn Jacquees segist hafa skemmt sér vel ofan í Bláa lóninu hafði hann ekki sömu sögu af segja af matnum sem hann fékk eftir sundsprettinn. Tónlistarmaðurinn var hér á landi á dögunum og leyfði aðdáendum sínum á Instagram, sem telja um 3 milljónir, að fylgjast með ævintýrum sínum á Íslandi. Jacquees, sem skaust upp á stjörnuhimininn með lagi sínu B.E.D. árið 2016, heimsótti meðal annars Bláa lónið og birti bæði ljósmynd og myndskeið frá heimsókninni. Að sundinu loknu ákvað söngvarinn að snæða á veitingstað lónsins, Lava, þar sem hann pantaði sér kjötrétt. Eitthvað virðist þó máltíðin þó hafa farið öfugt ofan í Jacquees því hann sá sig tilneyddan til að greina frá viðbrögðum sínum í beinni útsendingu á Instagram. Útsendingin varði alls í um 10 mínútur og má sjá upptöku af henni hér að neðan. Í útsendingu sinni lýsti Jacquees matnum sem hann fékk á Lava sem „ógeðslegum“ (e. nasty) og að hann líktist helst „apakjöti.“ Ekki fylgir þó sögunni hvort hann hafi áður bragðað apakjöt og hafi því einhvern samanburð í þessum efnum. Þrátt fyrir að vera ósáttur við matinn er tónlistarmaðurinn þó heilt yfir hæstánægður með Íslandsheimsóknina. Segist hann meðal annars vera þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma hingað til lands. Upptöku af útsendingu Jacquees af Lava er hægt að sjá hér að neðan. Þar má meðal annars heyra fyrrnefndan úthúðun, sem og tilraunir tónlistarmannsins til að læra íslensku. Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Þó svo að bandaríski tónlistarmaðurinn Jacquees segist hafa skemmt sér vel ofan í Bláa lóninu hafði hann ekki sömu sögu af segja af matnum sem hann fékk eftir sundsprettinn. Tónlistarmaðurinn var hér á landi á dögunum og leyfði aðdáendum sínum á Instagram, sem telja um 3 milljónir, að fylgjast með ævintýrum sínum á Íslandi. Jacquees, sem skaust upp á stjörnuhimininn með lagi sínu B.E.D. árið 2016, heimsótti meðal annars Bláa lónið og birti bæði ljósmynd og myndskeið frá heimsókninni. Að sundinu loknu ákvað söngvarinn að snæða á veitingstað lónsins, Lava, þar sem hann pantaði sér kjötrétt. Eitthvað virðist þó máltíðin þó hafa farið öfugt ofan í Jacquees því hann sá sig tilneyddan til að greina frá viðbrögðum sínum í beinni útsendingu á Instagram. Útsendingin varði alls í um 10 mínútur og má sjá upptöku af henni hér að neðan. Í útsendingu sinni lýsti Jacquees matnum sem hann fékk á Lava sem „ógeðslegum“ (e. nasty) og að hann líktist helst „apakjöti.“ Ekki fylgir þó sögunni hvort hann hafi áður bragðað apakjöt og hafi því einhvern samanburð í þessum efnum. Þrátt fyrir að vera ósáttur við matinn er tónlistarmaðurinn þó heilt yfir hæstánægður með Íslandsheimsóknina. Segist hann meðal annars vera þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma hingað til lands. Upptöku af útsendingu Jacquees af Lava er hægt að sjá hér að neðan. Þar má meðal annars heyra fyrrnefndan úthúðun, sem og tilraunir tónlistarmannsins til að læra íslensku.
Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira