Líklegt að Hvalur hf. hafi slátrað öðrum fágætum hvalblendingi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. ágúst 2018 08:00 Bráðabirgðaniðurstaða er að þetta sé blendingur. Fréttablaðið/Hard to Port Hval sem dreginn var að landi í Hvalfirði í gær svipar mjög til dýrs sem veitt var 7. júlí síðastliðinn og var síðar staðfest að væri blendingur langreyðar og steypireyðar. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar var á staðnum þegar hvalurinn var dreginn á land og tilkynnti strax um atvikið og rannsakaði dýrið. „Bráðabirgðaniðurstaða starfsmanns Hafrannsóknastofnunar er sú að hvalurinn, sem landað var í morgun, sé blendingur en stofnunin hefur þegar hafið vinnu við að greina sýni þannig að hægt verði að staðfesta með erfðafræðilegum aðferðum hvort sú greining sé rétt,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Þar segir jafnframt að niðurstöður úr erfðarannsókn muni liggja fyrir í byrjun næstu viku. Dýraverndunarsamtökin Hard to Port náðu myndum af löndun og flensun dýrsins í gær. Annað dýr, kelfd langreyðarkýr, var einnig drepið og dregið að landi. Ekki er óalgengt að kelfdar kýr séu drepnar við hvalveiðar. Samtökin segja veiðarnar vera stjórnlausar. „Það lítur út fyrir að enn einn blendingshvalurinn hafi verið drepinn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Þessi hvaladráp eru ónauðsynleg, það er engin eftirspurn eftir þessu kjöti á Íslandi og bannað er að flytja út kjöt af blendingshval til Japans. Skrokkum þessara ófæddu kálfa mun verða fargað.“ – khn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Hval sem dreginn var að landi í Hvalfirði í gær svipar mjög til dýrs sem veitt var 7. júlí síðastliðinn og var síðar staðfest að væri blendingur langreyðar og steypireyðar. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar var á staðnum þegar hvalurinn var dreginn á land og tilkynnti strax um atvikið og rannsakaði dýrið. „Bráðabirgðaniðurstaða starfsmanns Hafrannsóknastofnunar er sú að hvalurinn, sem landað var í morgun, sé blendingur en stofnunin hefur þegar hafið vinnu við að greina sýni þannig að hægt verði að staðfesta með erfðafræðilegum aðferðum hvort sú greining sé rétt,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Þar segir jafnframt að niðurstöður úr erfðarannsókn muni liggja fyrir í byrjun næstu viku. Dýraverndunarsamtökin Hard to Port náðu myndum af löndun og flensun dýrsins í gær. Annað dýr, kelfd langreyðarkýr, var einnig drepið og dregið að landi. Ekki er óalgengt að kelfdar kýr séu drepnar við hvalveiðar. Samtökin segja veiðarnar vera stjórnlausar. „Það lítur út fyrir að enn einn blendingshvalurinn hafi verið drepinn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Þessi hvaladráp eru ónauðsynleg, það er engin eftirspurn eftir þessu kjöti á Íslandi og bannað er að flytja út kjöt af blendingshval til Japans. Skrokkum þessara ófæddu kálfa mun verða fargað.“ – khn
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira