Segir þurfa að taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. ágúst 2018 07:15 Heildartekjur einstaklinga 2017 voru að meðaltali 6,4 milljónir en miðgildið um 5 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira