DeChambeau fagnaði sigri á Northern Trust Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:15 Bryson DeChambeau er aðeins 24 ára gamall Vísir/Getty Bryson DeChambeau vann sitt þriðja PGA mót á ferlinum um helgina þegar hann fagnaði sigri á Northern Trust mótinu, fyrsta móti úrslitakeppni FedEx bikarsins. DeChambeau var í forystu fyrir lokahringinn í gær. Hann spilaði nokkkuð öruggan síðasta hring, fór á tveimur höggum undir pari, og var samtals í mótinu á 18 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Tony Finau sem varð í öðru sæti. Með sigrinum fór DeChambeau í fyrsta sæti FedEx stigalistans og er því öruggur áfram á næsta mót, og má líklega gera einhver mistök þar en halda samt áfram í keppninni. 100 efstu menn stigalistans fá þáttökurétt á Dell Technologies mótinu, næsta móti í úrslitakeppninni. Miss highlights from Round 4 @TheNTGolf? We've got you covered. pic.twitter.com/mrBsN0ilw7 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 27, 2018 Tiger Woods lenti í 40. sæti í mótinu eftir að hafa farið lokahringinn á einu höggi undir pari. Hann var samtals í mótinu á fjórum höggum undir pari í mótinu og er öruggur áfram í keppninni í 25. sæti stigalistans. Phil Mickelson hafði verið við toppbaráttuna en hann náði ekki að fara lokahringinn undir pari og féll því niður í 15. sæti mótsins. Hann var þó, líkt og Tiger, öruggur áfram í heildarkeppninni í 10. sæti stigalistans. Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bryson DeChambeau vann sitt þriðja PGA mót á ferlinum um helgina þegar hann fagnaði sigri á Northern Trust mótinu, fyrsta móti úrslitakeppni FedEx bikarsins. DeChambeau var í forystu fyrir lokahringinn í gær. Hann spilaði nokkkuð öruggan síðasta hring, fór á tveimur höggum undir pari, og var samtals í mótinu á 18 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Tony Finau sem varð í öðru sæti. Með sigrinum fór DeChambeau í fyrsta sæti FedEx stigalistans og er því öruggur áfram á næsta mót, og má líklega gera einhver mistök þar en halda samt áfram í keppninni. 100 efstu menn stigalistans fá þáttökurétt á Dell Technologies mótinu, næsta móti í úrslitakeppninni. Miss highlights from Round 4 @TheNTGolf? We've got you covered. pic.twitter.com/mrBsN0ilw7 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 27, 2018 Tiger Woods lenti í 40. sæti í mótinu eftir að hafa farið lokahringinn á einu höggi undir pari. Hann var samtals í mótinu á fjórum höggum undir pari í mótinu og er öruggur áfram í keppninni í 25. sæti stigalistans. Phil Mickelson hafði verið við toppbaráttuna en hann náði ekki að fara lokahringinn undir pari og féll því niður í 15. sæti mótsins. Hann var þó, líkt og Tiger, öruggur áfram í heildarkeppninni í 10. sæti stigalistans.
Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira