Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 12:36 Asia Argento á Cannes-verðlaunahátíðinni í maí síðastliðnum. Vísir/getty Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. Ákvörðun um brottreksturinn er tekin í kjölfar þess að ungur leikari sakaði Argento um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi árið 2013. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að sjónvarpsstöðin Sky Italia, sem sýnir X Factor, og framleiðslufyrirtækið FremantleMedia Italia hafi ákveðið að Argento víki úr sæti sínu sem dómari þáttanna. Brottreksturinn gildir í þeim hluta X Factor sem sýndur er í beinni útsendingu.Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ítalskir áhorfendur munu því berja Argento augum í fyrstu sjö þáttum nýjustu seríunnar sem þegar hafa verið teknir upp. Bein útsending úr myndveri hefst svo 25. október næstkomandi en þá mun nýr dómari taka sæti Argento. Heimildir ítalskra fjölmiðla herma að sá verði ítalska poppstjarnan Morgan, fyrrverandi eiginmaður Argento.Ítalska poppstjarnan Marco Castoldi, betur þekktur sem Morgan.Vísir/GettyDómarastarf Argento í þáttunum hefur staðið á brauðfótum síðan leikarinn Jimmy Bennett steig fram og sakaði Argento um að hafa brotið á sér kynferðislega á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var 17 ára þegar meint brot eiga að hafa átt sér stað en samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ár. Argento, sem er 20 árum eldri en Bennett, þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Hún viðurkennir hins vegar að hafa, ásamt þáverandi kærasta sínum Anthony Bourdain, greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um atvikið. MeToo Tengdar fréttir Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30 „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. Ákvörðun um brottreksturinn er tekin í kjölfar þess að ungur leikari sakaði Argento um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi árið 2013. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að sjónvarpsstöðin Sky Italia, sem sýnir X Factor, og framleiðslufyrirtækið FremantleMedia Italia hafi ákveðið að Argento víki úr sæti sínu sem dómari þáttanna. Brottreksturinn gildir í þeim hluta X Factor sem sýndur er í beinni útsendingu.Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ítalskir áhorfendur munu því berja Argento augum í fyrstu sjö þáttum nýjustu seríunnar sem þegar hafa verið teknir upp. Bein útsending úr myndveri hefst svo 25. október næstkomandi en þá mun nýr dómari taka sæti Argento. Heimildir ítalskra fjölmiðla herma að sá verði ítalska poppstjarnan Morgan, fyrrverandi eiginmaður Argento.Ítalska poppstjarnan Marco Castoldi, betur þekktur sem Morgan.Vísir/GettyDómarastarf Argento í þáttunum hefur staðið á brauðfótum síðan leikarinn Jimmy Bennett steig fram og sakaði Argento um að hafa brotið á sér kynferðislega á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var 17 ára þegar meint brot eiga að hafa átt sér stað en samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ár. Argento, sem er 20 árum eldri en Bennett, þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Hún viðurkennir hins vegar að hafa, ásamt þáverandi kærasta sínum Anthony Bourdain, greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um atvikið.
MeToo Tengdar fréttir Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30 „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. 21. ágúst 2018 15:30
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03