Landsbókasafnið 200 ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn var opnað í Þjóðarbókhlöðunni á Melunum 1. desember 1994. „Við höfum haldið upp á 200 ára afmælið með ýmsum hætti allt árið,“ segir Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur á Landsbókasafni Íslands, en 28. ágúst 1818 telst stofndagur þess. Hann segir fyrirlestraröð vera í gangi og nefnir líka sögusýninguna Tímanna safn sem var sett þar upp í vor. „Ég mun labba um sýninguna í dag klukkan 13 og segja einhverjar skemmtisögur,“ bætir hann við glaðlega. Örn er sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar á safninu. Hann sér um að unnið sé skipulega að því að setja efni þess á alnetið. Nefnir sem dæmi síðuna timarit.is. „Við náum að halda utan um alla íslenska útgáfu og setja á netið. Aðgangurinn er frír og það er sérstakt á heimsvísu. Erlendis ná þjóðbókasöfn milljónasamfélaga ekki sama árangri og þar þarf almenningur að borga fyrir aðgang.“Örn Hrafnkelsson veit sitt af hverju um sögu safnsins og ætlar að miðla því til gesta í dag. Fréttablaðið/sigtryggur ariHann segir 2-3.000 manns fara inn á timarit.is á hverjum sólarhring og fletta um 30.000 blaðsíðum samanlagt, að meðaltali. „Ef þessi fjöldi kæmi hér í húsið daglega, þá gætum við ekki annað þjónustunni,“ segir hann og nefnir, til fróðleiks, að 80% af notkuninni séu innanlands og 20% erlendis. Allar íslenskar bækur, útgefnar frá 1540 til 1844, sem eru í eigu safnsins, er búið að mynda, að sögn Arnar og nú er verið að mynda erlendar ferðabækur. „Við eigum hér þrjú stór söfn erlendra ferðabóka, mjög spennandi. Öll Íslandskort sem hafa verið gefin út eru aðgengileg á netinu og smám saman erum við að skrá öll handrit rafrænt og mynda þau,“ upplýsir hann. Ekki er allt upp talið því Örn bendir á að á vefnum hljodsafn.landsbokasafn.is sé mikið efni komið inn. „Fyrsti íslenski geisladiskurinn var gefinn út 1986 – Bubbi Morthens – og geisladiskar hafa ekki endalausan líftíma. Hér er verið að færa þá alla inn á stafrænt form og sama er að segja um kasetturnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Við höfum haldið upp á 200 ára afmælið með ýmsum hætti allt árið,“ segir Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur á Landsbókasafni Íslands, en 28. ágúst 1818 telst stofndagur þess. Hann segir fyrirlestraröð vera í gangi og nefnir líka sögusýninguna Tímanna safn sem var sett þar upp í vor. „Ég mun labba um sýninguna í dag klukkan 13 og segja einhverjar skemmtisögur,“ bætir hann við glaðlega. Örn er sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar á safninu. Hann sér um að unnið sé skipulega að því að setja efni þess á alnetið. Nefnir sem dæmi síðuna timarit.is. „Við náum að halda utan um alla íslenska útgáfu og setja á netið. Aðgangurinn er frír og það er sérstakt á heimsvísu. Erlendis ná þjóðbókasöfn milljónasamfélaga ekki sama árangri og þar þarf almenningur að borga fyrir aðgang.“Örn Hrafnkelsson veit sitt af hverju um sögu safnsins og ætlar að miðla því til gesta í dag. Fréttablaðið/sigtryggur ariHann segir 2-3.000 manns fara inn á timarit.is á hverjum sólarhring og fletta um 30.000 blaðsíðum samanlagt, að meðaltali. „Ef þessi fjöldi kæmi hér í húsið daglega, þá gætum við ekki annað þjónustunni,“ segir hann og nefnir, til fróðleiks, að 80% af notkuninni séu innanlands og 20% erlendis. Allar íslenskar bækur, útgefnar frá 1540 til 1844, sem eru í eigu safnsins, er búið að mynda, að sögn Arnar og nú er verið að mynda erlendar ferðabækur. „Við eigum hér þrjú stór söfn erlendra ferðabóka, mjög spennandi. Öll Íslandskort sem hafa verið gefin út eru aðgengileg á netinu og smám saman erum við að skrá öll handrit rafrænt og mynda þau,“ upplýsir hann. Ekki er allt upp talið því Örn bendir á að á vefnum hljodsafn.landsbokasafn.is sé mikið efni komið inn. „Fyrsti íslenski geisladiskurinn var gefinn út 1986 – Bubbi Morthens – og geisladiskar hafa ekki endalausan líftíma. Hér er verið að færa þá alla inn á stafrænt form og sama er að segja um kasetturnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði