Ferðamenn sorgmæddir vegna alls ruslsins á Suðurlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:36 Rachel McAfee þótti leiðinlegt að sjá allt þetta rusl við náttúruperlurnar á Suðurlandi. facebook Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira