Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2018 10:36 Frá kynningu Apple á iPhone X á síðasta ári. vísir/Getty Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita.Þetta hefur Bloomberg eftir heimildarmönnum sínum innan Apple en fastlega er gert ráð fyrir að hinar þrjár nýju útgáfur muni allar líkjast iPhone X símanum sem Apple kynnti til leiks á síðasta ári. Í frétt Bloomberg segir að gert séð ráð fyrir að gerð verði „dýr“ útgáfa af iPhone X með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sagðir hafa farið fram og til baka með heiti á símunum Í frétt Bloomberg segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi lent í nokkrum vandræðum með hvað símarnir eigi að heita og farið fram og til baka og breytt fyrirhuguðum heiti símanna aftur og aftur að því er heimildarmenn Bloomberg herma. Yfirleitt hefur Apple gefið nýjum símum sem koma út ári eftir útlitsbreytingu stafinn s, líkt og iPhone 6s sem kom á eftir iPhone 6. Fyrirtækið er því sagt vera að íhuga að gefa tveimur dýrari útgáfum símanna stafinn s þannig að þeir bæru heitið iPhone Xs. Þá er Apple einnig sagt íhuga að hætta notkun á heitinu Plus sem kynnt var til leiks árið 2014 fyrir iPhone síma sem eru með stærri skjái. Bloomberg hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Apple að ekkert hafi verið ákveðið enn með heitin og því gætu þau enn breyst frá því sem nú er áætlað. Apple mun kynna til leiks nýjar vörur í næsta mánuði og auk símanna er fastlega gert ráð fyrir að AirPods heyrnartólin verði uppfærð sem og iPad Pro spjaldtölva Apple. Þá er einnig gert ráð fyrir að AirPower, fyrirhugað þráðlaust hleðslutæki, verði kynnt sem og ný útgáfa af Apple Watch, snjallúri Apple. Apple Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Sjá meira
Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita.Þetta hefur Bloomberg eftir heimildarmönnum sínum innan Apple en fastlega er gert ráð fyrir að hinar þrjár nýju útgáfur muni allar líkjast iPhone X símanum sem Apple kynnti til leiks á síðasta ári. Í frétt Bloomberg segir að gert séð ráð fyrir að gerð verði „dýr“ útgáfa af iPhone X með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sagðir hafa farið fram og til baka með heiti á símunum Í frétt Bloomberg segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi lent í nokkrum vandræðum með hvað símarnir eigi að heita og farið fram og til baka og breytt fyrirhuguðum heiti símanna aftur og aftur að því er heimildarmenn Bloomberg herma. Yfirleitt hefur Apple gefið nýjum símum sem koma út ári eftir útlitsbreytingu stafinn s, líkt og iPhone 6s sem kom á eftir iPhone 6. Fyrirtækið er því sagt vera að íhuga að gefa tveimur dýrari útgáfum símanna stafinn s þannig að þeir bæru heitið iPhone Xs. Þá er Apple einnig sagt íhuga að hætta notkun á heitinu Plus sem kynnt var til leiks árið 2014 fyrir iPhone síma sem eru með stærri skjái. Bloomberg hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Apple að ekkert hafi verið ákveðið enn með heitin og því gætu þau enn breyst frá því sem nú er áætlað. Apple mun kynna til leiks nýjar vörur í næsta mánuði og auk símanna er fastlega gert ráð fyrir að AirPods heyrnartólin verði uppfærð sem og iPad Pro spjaldtölva Apple. Þá er einnig gert ráð fyrir að AirPower, fyrirhugað þráðlaust hleðslutæki, verði kynnt sem og ný útgáfa af Apple Watch, snjallúri Apple.
Apple Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Sjá meira
Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30
Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58