Dyraverðir vilja öruggara starfsumhverfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 19:29 Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16