DeChambeau í hóp goðsagnakylfinga Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. ágúst 2018 23:30 DeChambeau komst í föngulegan hóp goðsagnakylfinga með sigri sínum á sunnudag. Getty Með sigri sínum á The Northern Trust golfmótinu á sunnudag, bættist Bryson DeChambeau við í föngulegan hóp goðsagnakylfinga. Aðrir kylfingar í hópnum eru þeir Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson. The Northern Trust mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en DeChambeau vann mótið nokkuð örugglega en næsti maður var fjórum höggum á eftir DeChambeau. Með sigrinum varð Bandaríkjamaðurinn ungi aðeins fjórði maðurinn í sögunni til þess vinna Háskólameistaramótið í golfi, bandaríska áhugamanna meistaramótið og að minnsta kosti þrjú mót á PGA-mótaröðinni. Hinir kylfingarnir til að afreka hið sama eru goðsagnirnar Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson, einhverjir bestu kylfingar sögunnar. Gullbjörninn, Jack Nicklaus er einn sigursælasti kylfingur sögunnar. Hann á flesta stórmótstitla í sögunni, eða 18 titla í heildina og er í 3. sæti yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Næstur á eftir honum er einmitt Tiger Woods með 14 titla á bakin og þá er Woods í 2. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni ásamt því að vera einn þekktasti íþróttamaður samtímans. Phil Mickelson er í 9. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni og þá hefur hann unnið fimm stórmót. Dechambeau er því kominn í ansi föngulegan hóp kylfinga þrátt fyrir ungan aldur og ljóst er að framtíðin er björt hjá honum en hann verður 25 ára um miðjan september. Með sigrinum á sunnudag opnaði DeChambeau möguleikann á því að vera valinn í bandaríska liðið sem mætir því evrópska um Ryder-bikarinn í lok september. Fá sæti eru eftir í bandaríska liðinu og er DeChambeau að keppa við áðurnefnda Tiger Woods og Phil Mickelson, svo einhverjir séu nefndir um þessi fáu sæti. Golf Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Með sigri sínum á The Northern Trust golfmótinu á sunnudag, bættist Bryson DeChambeau við í föngulegan hóp goðsagnakylfinga. Aðrir kylfingar í hópnum eru þeir Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson. The Northern Trust mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en DeChambeau vann mótið nokkuð örugglega en næsti maður var fjórum höggum á eftir DeChambeau. Með sigrinum varð Bandaríkjamaðurinn ungi aðeins fjórði maðurinn í sögunni til þess vinna Háskólameistaramótið í golfi, bandaríska áhugamanna meistaramótið og að minnsta kosti þrjú mót á PGA-mótaröðinni. Hinir kylfingarnir til að afreka hið sama eru goðsagnirnar Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson, einhverjir bestu kylfingar sögunnar. Gullbjörninn, Jack Nicklaus er einn sigursælasti kylfingur sögunnar. Hann á flesta stórmótstitla í sögunni, eða 18 titla í heildina og er í 3. sæti yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Næstur á eftir honum er einmitt Tiger Woods með 14 titla á bakin og þá er Woods í 2. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni ásamt því að vera einn þekktasti íþróttamaður samtímans. Phil Mickelson er í 9. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni og þá hefur hann unnið fimm stórmót. Dechambeau er því kominn í ansi föngulegan hóp kylfinga þrátt fyrir ungan aldur og ljóst er að framtíðin er björt hjá honum en hann verður 25 ára um miðjan september. Með sigrinum á sunnudag opnaði DeChambeau möguleikann á því að vera valinn í bandaríska liðið sem mætir því evrópska um Ryder-bikarinn í lok september. Fá sæti eru eftir í bandaríska liðinu og er DeChambeau að keppa við áðurnefnda Tiger Woods og Phil Mickelson, svo einhverjir séu nefndir um þessi fáu sæti.
Golf Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira