Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: „Þetta fer allt vel að lokum“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2018 16:18 Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. Vísir/GVA Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær en greint var fyrst frá því á vef Fréttablaðsins. Eigandi Hótel Holts segir að nú sé leitað að nýjum rekstraraðila fyrir veitingastaðinn og það standi ekki til að bregðast tryggum kúnnahópi hótelsins.Greint var frá því í desember síðastliðnum að eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótels Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingareksturinn og að staðurinn myndi heita Holt. Var hann opnaður í febrúar síðastliðnum en lokað nú hálfu ári síðar. Í tilkynningunni var vitnað í Ólaf Ágústsson og hann sagður talsmaður rekstraraðila en hann neitaði að tjá sig um lokunina þegar Vísir hafði samband við hann. Hótel Holt var opnað upphaflega árið 1965 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Geirlaug segir í samtali við Vísi að hún geti lítið tjáð sig um það hvers vegna veitingastaðnum var lokað í gær. „Við björgum okkur, við erum vön að gera það og þetta fer allt vel að lokum,“ segir Geirlaug. Hún sagði að hún væri að öðru leyti alltaf þakklát fyrir hvað mörgum þætti vænt um Hótel Holt og hafði skilning á því að einhverjir hefðu áhyggjur af framtíð veitingastaðarins á hótelinu. „Við bregðumst ekki. Við erum full af orku og staðráðin í að láta þetta ganga upp. Við eigum svo stóran hóp fasta kúnna og við förum ekki að bregðast þeim,“ segir Geirlaug en gat ekki sagt til um hvenær veitingastaðurinn verður opnaður en telur að það verði fljótlega. Veitingastaðir Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær en greint var fyrst frá því á vef Fréttablaðsins. Eigandi Hótel Holts segir að nú sé leitað að nýjum rekstraraðila fyrir veitingastaðinn og það standi ekki til að bregðast tryggum kúnnahópi hótelsins.Greint var frá því í desember síðastliðnum að eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótels Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingareksturinn og að staðurinn myndi heita Holt. Var hann opnaður í febrúar síðastliðnum en lokað nú hálfu ári síðar. Í tilkynningunni var vitnað í Ólaf Ágústsson og hann sagður talsmaður rekstraraðila en hann neitaði að tjá sig um lokunina þegar Vísir hafði samband við hann. Hótel Holt var opnað upphaflega árið 1965 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Geirlaug segir í samtali við Vísi að hún geti lítið tjáð sig um það hvers vegna veitingastaðnum var lokað í gær. „Við björgum okkur, við erum vön að gera það og þetta fer allt vel að lokum,“ segir Geirlaug. Hún sagði að hún væri að öðru leyti alltaf þakklát fyrir hvað mörgum þætti vænt um Hótel Holt og hafði skilning á því að einhverjir hefðu áhyggjur af framtíð veitingastaðarins á hótelinu. „Við bregðumst ekki. Við erum full af orku og staðráðin í að láta þetta ganga upp. Við eigum svo stóran hóp fasta kúnna og við förum ekki að bregðast þeim,“ segir Geirlaug en gat ekki sagt til um hvenær veitingastaðurinn verður opnaður en telur að það verði fljótlega.
Veitingastaðir Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira