Hinn 34 ára gamli Woodland fór fyrsta hringinn á sex höggum undir pari en landi hans, Rickie Fowler, er annar á fimm höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Brandon Stone og Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson eru jafnir í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari.
Tiger Woods paraði fyrsta hring líkt og þeir Rory Mcllroy og Bubba Watson.
Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 18:00.
New leader@GaryWoodland has the solo lead at the #PGAChamp pic.twitter.com/21YV0mIyo9
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 9, 2018