Styttu Steinunnar stolið í fjórða sinn og rannsóknin teygir anga sína til Tom Hanks Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 12:38 Steinunn með nokkur verka sinna Gunnar V. Andrésson Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn. Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn.
Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53
Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58