Hápunktur Hinsegin daga í dag Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 09:24 Mynd úr Gleðigöngunni í fyrra. Vísir / Vilhelm Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir í Reykjavík síðan á þriðjudaginn og taka enda á morgun, sunnudag. Í dag er gengin gleðiganga frá Hörpu að Hljómskálagarði, þar sem slegið verður síðan til útihátíðar. Seinna um kvöldið er síðan Pallaball í Gamla Bíó.Samkvæmt vefsíðu Hinsegin daga er gleðigangan hápunktur Hinsegin daga. „Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að mina á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni.“ Gangan leggur af stað stundvíslega klukkan 14:00 frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Því verður Sæbraut vestan Snorrabrautar og Geirsgötu lokað klukkan 10:00 ásamt þeim götum sem liggja að Hljómskálagarði. Hinsegin dagar leggja áherslu á að þeir sem vilja ganga með, en hafa ekki sótt um þáttöku og eru ekki með sérstakt atriði, sláist í hópinn þegar að síðasti vagninn hefur farið framhjá. Beint eftir gönguna hefst útihátíð í Hljómskálagarðinum þar sem „fram koma glæsilegir skemmtikraftar og litríkar hljómsveitir sem fagna fjölbreytileikanum með gleði og söng“ segir á vefsíðu Hinsegin daga. Að lokum verður slegið til veislu í Gamla Bíó með Páli Óskari. Á vefsíðu Hinsegin daga kemur fram að það er „aldrei að vita nema óvæntir gestir líti við og stígi á svið með Palla.“ Hinsegin Tengdar fréttir Keyrir vörubíl Gleðigöngunnar í átjánda sinn 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir í Reykjavík síðan á þriðjudaginn og taka enda á morgun, sunnudag. Í dag er gengin gleðiganga frá Hörpu að Hljómskálagarði, þar sem slegið verður síðan til útihátíðar. Seinna um kvöldið er síðan Pallaball í Gamla Bíó.Samkvæmt vefsíðu Hinsegin daga er gleðigangan hápunktur Hinsegin daga. „Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að mina á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni.“ Gangan leggur af stað stundvíslega klukkan 14:00 frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Því verður Sæbraut vestan Snorrabrautar og Geirsgötu lokað klukkan 10:00 ásamt þeim götum sem liggja að Hljómskálagarði. Hinsegin dagar leggja áherslu á að þeir sem vilja ganga með, en hafa ekki sótt um þáttöku og eru ekki með sérstakt atriði, sláist í hópinn þegar að síðasti vagninn hefur farið framhjá. Beint eftir gönguna hefst útihátíð í Hljómskálagarðinum þar sem „fram koma glæsilegir skemmtikraftar og litríkar hljómsveitir sem fagna fjölbreytileikanum með gleði og söng“ segir á vefsíðu Hinsegin daga. Að lokum verður slegið til veislu í Gamla Bíó með Páli Óskari. Á vefsíðu Hinsegin daga kemur fram að það er „aldrei að vita nema óvæntir gestir líti við og stígi á svið með Palla.“
Hinsegin Tengdar fréttir Keyrir vörubíl Gleðigöngunnar í átjánda sinn 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira