Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaðan sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/ Heiður Óladóttir Eftir því var tekið fyrr í dag að grindhvalavaða hafði álpast inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Óalgengt er að grindhvalir leiti inn í firði en í Kolgrafafirði eru þeir nú fastir líklega vegna sjávarstrauma. Kallað var til björgunarsveitar og voru það björgunarsveitarmenn frá Klakki í Grundarfirði sem mættu á staðinn með tvo gúmmíbáta um sexleytið í kvöld. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, höfðu tilraunir þeirra til að koma hvölunum undir brúna yfir fjörðinn og út á haf gengið erfiðlega og kallað var eftir liðsauka frá sveitunum í kring. Stuttu eftir að kallað var eftir liðsauka tókst þó að koma hvölunum undir brúnna. Að sögn Einars Strand, formanns svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, virtist sem að einn hvalanna hafi ákveðið að synda undir og vaðan hafi fylgt í kjölfarið. „Það er svona þegar maður er búinn að ákveða að bæta í, þá bara gerist það“ sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að um 10 manns hafi verið að störfum á 2 gúmmíbátum. Mikill fjöldi fólks stóð á brúnni og fylgdist með aðgerðum björgunarsveitarinnar, lögregla var við brúna og hægði á umferð og gætti öryggis áhorfenda. Einar sagði að þó að aðgerðum væri lokið eins og er væri aldrei að vita hvað vaðan gerir næst. Kolgrafafjörður sem er næsti fjörður austan við Grundarfjörð var mikið í fréttum veturinn 2012-2013 vegna annars sjávardýrs, en þá varð í tvígang mikill síldardauði í firðinum sökum súrefnisskorts. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum. Grundarfjörður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Eftir því var tekið fyrr í dag að grindhvalavaða hafði álpast inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Óalgengt er að grindhvalir leiti inn í firði en í Kolgrafafirði eru þeir nú fastir líklega vegna sjávarstrauma. Kallað var til björgunarsveitar og voru það björgunarsveitarmenn frá Klakki í Grundarfirði sem mættu á staðinn með tvo gúmmíbáta um sexleytið í kvöld. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, höfðu tilraunir þeirra til að koma hvölunum undir brúna yfir fjörðinn og út á haf gengið erfiðlega og kallað var eftir liðsauka frá sveitunum í kring. Stuttu eftir að kallað var eftir liðsauka tókst þó að koma hvölunum undir brúnna. Að sögn Einars Strand, formanns svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, virtist sem að einn hvalanna hafi ákveðið að synda undir og vaðan hafi fylgt í kjölfarið. „Það er svona þegar maður er búinn að ákveða að bæta í, þá bara gerist það“ sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að um 10 manns hafi verið að störfum á 2 gúmmíbátum. Mikill fjöldi fólks stóð á brúnni og fylgdist með aðgerðum björgunarsveitarinnar, lögregla var við brúna og hægði á umferð og gætti öryggis áhorfenda. Einar sagði að þó að aðgerðum væri lokið eins og er væri aldrei að vita hvað vaðan gerir næst. Kolgrafafjörður sem er næsti fjörður austan við Grundarfjörð var mikið í fréttum veturinn 2012-2013 vegna annars sjávardýrs, en þá varð í tvígang mikill síldardauði í firðinum sökum súrefnisskorts. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum.
Grundarfjörður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira