Farið verði með Kaspíahafið samtímis sem haf og stöðuvatn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, Hassam Rouhani, forseti Írans, Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans, Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Gubanguly Berdimuhamedow, forseti Túrkmenistans, við undirritun samkomulagsins um Kaspíahaf sem fram fór í kasaska bænum Aktau í gær. Vísir/epa Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað. Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað.
Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36