Farið verði með Kaspíahafið samtímis sem haf og stöðuvatn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, Hassam Rouhani, forseti Írans, Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans, Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Gubanguly Berdimuhamedow, forseti Túrkmenistans, við undirritun samkomulagsins um Kaspíahaf sem fram fór í kasaska bænum Aktau í gær. Vísir/epa Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað. Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað.
Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent