Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Hafa áhyggjur af velferð barna á leiksvæði. Fréttablaðið/GVA Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. Áhyggjurnar birtast í umræðu um málið í Facebook-hópnum Reykjanesbær – gerum góðan bæ betri. Margar frásagnir er þar að finna af börnum sem þori ekki lengur á leiksvæðið af ótta við eldri börn sem haldi ærslabelgnum uppblásna á svæðinu nánast í gíslingu. Í íbúahópnum segir ein amma, sem er málshefjandi að sjö ára barnabarn hennar hafi komið heim grátandi og skjálfandi vegna ofbeldisfullrar framkomu annarra barna. „Hann er hræddur við að fara út að leika þegar hann heimsækir mig núna,“ segir amman. Á þræðinum taka fjölmargir foreldrar í sama streng og segja börn sín ekki hætta sér á svæðið lengur vegna eldri eineltishrotta. „Börnin mín neita líka að fara ein þangað út af krökkum sem eru með leiðindi og kjaft. Ótrúlega sorglegt að sjá börn haga sér svona við önnur börn,“ segir ein áhyggjufull móðir og enn fleiri taka undir. Forsvarsfólk 88 hússins, sem hefur umsjón með leiksvæðinu, hefur brugðist við umræðunni. Í svari þeirra segir að engar ábendingar hafi borist um einelti við ærslabelginn, en foreldrar séu hvattir til að láta vita ef slíkt kemur upp. „Ungmennagarðurinn er opið leiksvæði eins og t.d. aðrir leikvellir í bænum. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum sínum á leiksvæðið til þess að kynna sér aðstæður nánar.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. Áhyggjurnar birtast í umræðu um málið í Facebook-hópnum Reykjanesbær – gerum góðan bæ betri. Margar frásagnir er þar að finna af börnum sem þori ekki lengur á leiksvæðið af ótta við eldri börn sem haldi ærslabelgnum uppblásna á svæðinu nánast í gíslingu. Í íbúahópnum segir ein amma, sem er málshefjandi að sjö ára barnabarn hennar hafi komið heim grátandi og skjálfandi vegna ofbeldisfullrar framkomu annarra barna. „Hann er hræddur við að fara út að leika þegar hann heimsækir mig núna,“ segir amman. Á þræðinum taka fjölmargir foreldrar í sama streng og segja börn sín ekki hætta sér á svæðið lengur vegna eldri eineltishrotta. „Börnin mín neita líka að fara ein þangað út af krökkum sem eru með leiðindi og kjaft. Ótrúlega sorglegt að sjá börn haga sér svona við önnur börn,“ segir ein áhyggjufull móðir og enn fleiri taka undir. Forsvarsfólk 88 hússins, sem hefur umsjón með leiksvæðinu, hefur brugðist við umræðunni. Í svari þeirra segir að engar ábendingar hafi borist um einelti við ærslabelginn, en foreldrar séu hvattir til að láta vita ef slíkt kemur upp. „Ungmennagarðurinn er opið leiksvæði eins og t.d. aðrir leikvellir í bænum. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum sínum á leiksvæðið til þess að kynna sér aðstæður nánar.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent