Fengu báðir sex milljónir fyrir EM-silfrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 14:00 Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson með silfrið. Vísir/Getty Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson enduðu í öðru sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem lauk í gær á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi. Bæði verðlaun Íslands á Evrópuleikunum komu í golfi en þau skiluðu Íslandi upp í 24. sæti á verðlaunalista leikanna. Axel og Birgir töpuðu naumlega 2/0 í úrslitaleiknum gegn Spánverjunum Pedro Oriol og Scott Fernandez. Úrslitaleikurinn var spennandi og náðu íslensku leikmennirnir að búa til hörkuspennu á lokakaflanum þrátt fyrir að vera komnir þremur holum á eftir þegar aðeins þrjár holur voru eftir.Verðlaunaféð í liðakeppni karla á EM atvinnukylfinga. Birgir og Axel gætu skipt með sér 25,6 millj. kr. eftir hádegi í dag. 1. sæti = 100.000 Evrur= 12,8 millj. kr. per leikmann 2. sæti = 50.000 Evrur= 6,4 millj. kr. 3. sæti = 3,85 millj. kr. 4. sæti = 1,92 millj. kr. — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Birgir Leifur og Axel misstu því að talverðum peningum því Evrópumeistararnir fengu um 12,8 milljónir króna hvor í sinn hlut í verðlaunafé. Birgir Leifur og Axel fengu aftur á móti um 6,4 milljónir íslenskra króna hvor í sinn hlut sem er nú ágætis vikukaup. Birgir og Axel lönduðu þar með öðrum verðlaunum sínum á þessu móti. Á laugardaginn fögnuðu þeir Evrópumeistaratitlinum í keppni blandaðra liða með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn á EM í blandaðri liðakeppni í gær. Fengu öll tæplega 9?6?0?.0?0?0? ÍSL KR. í sinn hlut. pic.twitter.com/Eo24tbJwyD — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Það vekur þó athygli að mun lægra verðlaunafé var fyrir sigurinn í keppni blandaðra liða. Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum króna í verðlaunafé fyrir sigurinn. Þau fengu því um 960 þúsund krónur hver. Það var því sexfalt hærra verðlaunfé í liðakeppni karla en í liðakeppni blandaðra liða. Golf Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson enduðu í öðru sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem lauk í gær á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi. Bæði verðlaun Íslands á Evrópuleikunum komu í golfi en þau skiluðu Íslandi upp í 24. sæti á verðlaunalista leikanna. Axel og Birgir töpuðu naumlega 2/0 í úrslitaleiknum gegn Spánverjunum Pedro Oriol og Scott Fernandez. Úrslitaleikurinn var spennandi og náðu íslensku leikmennirnir að búa til hörkuspennu á lokakaflanum þrátt fyrir að vera komnir þremur holum á eftir þegar aðeins þrjár holur voru eftir.Verðlaunaféð í liðakeppni karla á EM atvinnukylfinga. Birgir og Axel gætu skipt með sér 25,6 millj. kr. eftir hádegi í dag. 1. sæti = 100.000 Evrur= 12,8 millj. kr. per leikmann 2. sæti = 50.000 Evrur= 6,4 millj. kr. 3. sæti = 3,85 millj. kr. 4. sæti = 1,92 millj. kr. — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Birgir Leifur og Axel misstu því að talverðum peningum því Evrópumeistararnir fengu um 12,8 milljónir króna hvor í sinn hlut í verðlaunafé. Birgir Leifur og Axel fengu aftur á móti um 6,4 milljónir íslenskra króna hvor í sinn hlut sem er nú ágætis vikukaup. Birgir og Axel lönduðu þar með öðrum verðlaunum sínum á þessu móti. Á laugardaginn fögnuðu þeir Evrópumeistaratitlinum í keppni blandaðra liða með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn á EM í blandaðri liðakeppni í gær. Fengu öll tæplega 9?6?0?.0?0?0? ÍSL KR. í sinn hlut. pic.twitter.com/Eo24tbJwyD — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Það vekur þó athygli að mun lægra verðlaunafé var fyrir sigurinn í keppni blandaðra liða. Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum króna í verðlaunafé fyrir sigurinn. Þau fengu því um 960 þúsund krónur hver. Það var því sexfalt hærra verðlaunfé í liðakeppni karla en í liðakeppni blandaðra liða.
Golf Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira