Djakarta sekkur í hafið á methraða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Flóð eru tíð í Djakarta og verða enn tíðari í framtíðinni. Vísir/Getty Djakarta, höfuðborg Indónesíu, sekkur svo hratt að stórir hlutar borgarinnar gætu verið á kafi árið 2050. Norðurhluti borgarinnar hefur sokkið um 2,5 metra á síðustu tíu árum og þótt aðrir borgarhlutar sökkvi hægar sökkva þeir þó. Ítarlega var fjallað um hættuna sem steðjar að þessari tíu milljóna manna borg á BBC í gær. Breski miðillinn ræddi við ýmsa íbúa borgarinnar. Einn þeirra, Fortuna Sophia, sagði til að mynda frá því að þótt ekki hafi flætt inn í hús hennar mynduðust sprungur í veggjunum í gríð og erg vegna þess að landið sekkur. Borgin liggur að sjó, er byggð á mýri og heilar þrettán ár renna í gegnum hana. Því eru flóð afar tíð og hefur tíðnin aukist eftir því sem borgin sekkur. Hækkandi sjávarborð, ein afleiðinga loftslagsbreytinga, útskýrir þó vandann aðeins að hluta. Samkvæmt BBC er stór sökudólgur sá að íbúar Djakarta dæla upp grunnvatni undan borginni í gríð og erg. Yfirvöld geta ekki svalað nema fjörutíu prósentum af vatnsþörf borgarbúa. Því er hverjum sem er heimilt að dæla upp grunnvatni, fái viðkomandi leyfi til þess. Borgarbúar hafa stokkið á tækifærið og dælt upp gríðarlegu magni. En stærsta vandamálið er ef til vill fólgið í því að stór hluti borgarinnar dælir upp grunnvatni án leyfis. Og þegar grunnvatninu er dælt upp lækkar landið fyrir ofan. Borgaryfirvöld reisa nú múr við strönd Djakartaflóa og á strandlengjum sautján manngerðra eyja til að reyna að koma í veg fyrir að borgin sökkvi í hafið. Áætlað er að verkefnið komi til með að kosta meira en fjórar billjónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Djakarta, höfuðborg Indónesíu, sekkur svo hratt að stórir hlutar borgarinnar gætu verið á kafi árið 2050. Norðurhluti borgarinnar hefur sokkið um 2,5 metra á síðustu tíu árum og þótt aðrir borgarhlutar sökkvi hægar sökkva þeir þó. Ítarlega var fjallað um hættuna sem steðjar að þessari tíu milljóna manna borg á BBC í gær. Breski miðillinn ræddi við ýmsa íbúa borgarinnar. Einn þeirra, Fortuna Sophia, sagði til að mynda frá því að þótt ekki hafi flætt inn í hús hennar mynduðust sprungur í veggjunum í gríð og erg vegna þess að landið sekkur. Borgin liggur að sjó, er byggð á mýri og heilar þrettán ár renna í gegnum hana. Því eru flóð afar tíð og hefur tíðnin aukist eftir því sem borgin sekkur. Hækkandi sjávarborð, ein afleiðinga loftslagsbreytinga, útskýrir þó vandann aðeins að hluta. Samkvæmt BBC er stór sökudólgur sá að íbúar Djakarta dæla upp grunnvatni undan borginni í gríð og erg. Yfirvöld geta ekki svalað nema fjörutíu prósentum af vatnsþörf borgarbúa. Því er hverjum sem er heimilt að dæla upp grunnvatni, fái viðkomandi leyfi til þess. Borgarbúar hafa stokkið á tækifærið og dælt upp gríðarlegu magni. En stærsta vandamálið er ef til vill fólgið í því að stór hluti borgarinnar dælir upp grunnvatni án leyfis. Og þegar grunnvatninu er dælt upp lækkar landið fyrir ofan. Borgaryfirvöld reisa nú múr við strönd Djakartaflóa og á strandlengjum sautján manngerðra eyja til að reyna að koma í veg fyrir að borgin sökkvi í hafið. Áætlað er að verkefnið komi til með að kosta meira en fjórar billjónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira