Kveikt í rúmlega 80 bílum í Svíþjóð Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 06:02 Vitni segjast hafa séð dökk- og grímuklædda menn bera eld að bílunum. SVT Borinn var eldur að fjölda bíla í sænsku borgunum Gautaborg og Trollhättan í nótt. Þá voru lögreglumenn grýttir í síðarnefndu borginni. Lögreglustjórinn Ulla Brehm segir að þó að sænska lögreglan hafi áður þurft að eiga við brennuvarga minnist hún þess ekki að eldur hafi verið borinn að svo mörgum bílum á svo mörgum stöðum á sama tíma. Sænskir fjölmiðlar ætla að rúmlega 80 bílar hafi orðið brennuvörgum að bráð í gærkvöld. Fyrst bárust tilkynningar af eldsvoðum í norðausturhluta Gautaborgar um klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. Skömmu síðar fékk lörgreglan tilkynningu um hóp fólks sem virtist bera eld að bílum á bílastæði við Frölunda-torg. Í Tröllhättan var samtímis kveikt í bílum, dekkjum og vörubrettum. Þá var kveikt í nokkrum bílum til viðbótar um klukkan 23, í hverfunum Gårdsten og Tynnered. Þegar lögreglan mætti til að aðstoða slökkviliðsmenn í Trollhättan á hún að hafa orðið fyrir grjótkasti ungmenna. Fjöldi ungs fólks, sem huldi andlit sitt, er sagður hafa grýtt lögregluþjónana og segir lögreglustjórinn Ulla Brehm í samtali við SVT að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á grjótkastarana sökum dulargervanna. Vitni segjast í samtali við sænska ríkisútvarpið hafa séð dökkklæddan hóp kveikja í bílum í Frölunda. Í myndbandi á vef SVT má sjá hvernig hópur brennuvarga gengur á milli bíla og kveikir í þeim. Eitt vitnanna segist hafa séð á bilinu 8 til 10 grímuklædda menn, vopnaða hafnaboltakylfum og bensínbrúsum. Þrátt fyrir eldhafið hafa ekki borist neinar fregnir af manntjóni. Lögreglan rannsakar nú hvort einhver tengsl séu milli eldanna, sem kviknuðu sem fyrr segir á mörgum stöðum á nokkurn veginn sama tíma. Lögreglan biðlar til foreldra að þeir lykti af fötum barna sinna. Finni þeir bensínlykt skulu þeir hafa tafarlaust samband við lögregluna. Enginn hefur verið handtekinn vegna eldanna. Norðurlönd Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Borinn var eldur að fjölda bíla í sænsku borgunum Gautaborg og Trollhättan í nótt. Þá voru lögreglumenn grýttir í síðarnefndu borginni. Lögreglustjórinn Ulla Brehm segir að þó að sænska lögreglan hafi áður þurft að eiga við brennuvarga minnist hún þess ekki að eldur hafi verið borinn að svo mörgum bílum á svo mörgum stöðum á sama tíma. Sænskir fjölmiðlar ætla að rúmlega 80 bílar hafi orðið brennuvörgum að bráð í gærkvöld. Fyrst bárust tilkynningar af eldsvoðum í norðausturhluta Gautaborgar um klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. Skömmu síðar fékk lörgreglan tilkynningu um hóp fólks sem virtist bera eld að bílum á bílastæði við Frölunda-torg. Í Tröllhättan var samtímis kveikt í bílum, dekkjum og vörubrettum. Þá var kveikt í nokkrum bílum til viðbótar um klukkan 23, í hverfunum Gårdsten og Tynnered. Þegar lögreglan mætti til að aðstoða slökkviliðsmenn í Trollhättan á hún að hafa orðið fyrir grjótkasti ungmenna. Fjöldi ungs fólks, sem huldi andlit sitt, er sagður hafa grýtt lögregluþjónana og segir lögreglustjórinn Ulla Brehm í samtali við SVT að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á grjótkastarana sökum dulargervanna. Vitni segjast í samtali við sænska ríkisútvarpið hafa séð dökkklæddan hóp kveikja í bílum í Frölunda. Í myndbandi á vef SVT má sjá hvernig hópur brennuvarga gengur á milli bíla og kveikir í þeim. Eitt vitnanna segist hafa séð á bilinu 8 til 10 grímuklædda menn, vopnaða hafnaboltakylfum og bensínbrúsum. Þrátt fyrir eldhafið hafa ekki borist neinar fregnir af manntjóni. Lögreglan rannsakar nú hvort einhver tengsl séu milli eldanna, sem kviknuðu sem fyrr segir á mörgum stöðum á nokkurn veginn sama tíma. Lögreglan biðlar til foreldra að þeir lykti af fötum barna sinna. Finni þeir bensínlykt skulu þeir hafa tafarlaust samband við lögregluna. Enginn hefur verið handtekinn vegna eldanna.
Norðurlönd Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira