Sjaldgæfur hvítur hrossagaukur spókar sig um í Vestmannaeyjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2018 08:30 Hrossagaukurinn hleypti ljósmyndara nálægt. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Þetta er hrossagaukur og þetta er albínói,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um alhvíta fuglinn sem varð á vegi Óskars P. Friðrikssonar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Sjálfur kveðst Ólafur aldrei hafa séð hrossagauk sem var albínói. „Þeir eru mjög sjaldgæfir,“ segir hann. „Ég man ekki eftir hrossagauk sem algjörum hvítingja. Ég hef séð hrossagauk þar sem vantar litarefni í þá en þetta virðist vera alger hvítingi.“ Ólafur segir að um fullvaxinn hrossagauk sé að ræða. Fátítt sé að fuglar sem eru albínóar komist upp og verði kynþroska því litarleysið geri þeim erfitt fyrir. „Þeir standa höllum fæti; eiga erfitt með að leynast af því að þeir eru ekki í felubúningi eins og félagar þeirra og leynast ekki á hreiðri,“ útskýrir hann. Óskar P. Friðriksson kom auga á hrossagaukinn og náði myndum af fuglinum þar sem hann spígsporaði nærri runnum við Hamarsveg í byggðinni vestast á Heimaey. „Fuglinn var rólegur og komst ég upp að honum, allt að einum og hálfum metra,“ segir Óskar. Hann hafi heyrt að albínóar hafi áður komið úr hreiðri hrossagaukspars við Vestmannaeyjaflugvöll. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Þetta er hrossagaukur og þetta er albínói,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um alhvíta fuglinn sem varð á vegi Óskars P. Friðrikssonar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Sjálfur kveðst Ólafur aldrei hafa séð hrossagauk sem var albínói. „Þeir eru mjög sjaldgæfir,“ segir hann. „Ég man ekki eftir hrossagauk sem algjörum hvítingja. Ég hef séð hrossagauk þar sem vantar litarefni í þá en þetta virðist vera alger hvítingi.“ Ólafur segir að um fullvaxinn hrossagauk sé að ræða. Fátítt sé að fuglar sem eru albínóar komist upp og verði kynþroska því litarleysið geri þeim erfitt fyrir. „Þeir standa höllum fæti; eiga erfitt með að leynast af því að þeir eru ekki í felubúningi eins og félagar þeirra og leynast ekki á hreiðri,“ útskýrir hann. Óskar P. Friðriksson kom auga á hrossagaukinn og náði myndum af fuglinum þar sem hann spígsporaði nærri runnum við Hamarsveg í byggðinni vestast á Heimaey. „Fuglinn var rólegur og komst ég upp að honum, allt að einum og hálfum metra,“ segir Óskar. Hann hafi heyrt að albínóar hafi áður komið úr hreiðri hrossagaukspars við Vestmannaeyjaflugvöll.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira