Segir enga starfsemi fara fram að Dalsmynni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2018 18:43 Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira