Ellefu vikna bið eftir gjaldskrá póstsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 07:00 Bréfsendingum hefur fækkað um meira en helming á áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira