Nýja og gamla Ísland á tónleikum í Hörpu Jónas Sen skrifar 17. ágúst 2018 10:00 Esprit de Choeur Íslendingar flykktust til Kanada á nítjándu öld, enda ömurlegt að búa hér á þeim tíma. Hvorki meira né minna en fjórðungur þjóðarinnar lét sig hverfa. Megnið af landnemunum settist að í Manitóba og stofnsetti nýlenduna Nýja Ísland við vestanvert Winnipegvatn. Núna búa þar um hundrað þúsund manns sem eru afkomendur landnemanna. Þessi sterka tenging á milli landanna var í brennidepli á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á mánudagskvöldið. Þar kom fram kvennakórinn Esprit de Choeur, en þriðjungur kórfélaga er af íslensku bergi brotinn, þ. á m. kórstjórinn, Valdine Anderson. Greinilegt var að mikið var lagt í tónleikana. Efnisskráin var margbrotin og skartaði gnægð tónverka sem voru afar hugmyndarík. Maður hafði heyrt fæst af þeim áður, því um er að ræða músík eftir kanadísk samtímatónskáld. Annað var svo eftir Dolly Parton og svo voru þarna líka lífleg þjóðlög. Eitt af samtímatónskáldunum, David Scott, var sérstaklega beðinn um að semja tónlist fyrir tónleikaferðina. Textinn samanstóð af þremur ljóðum eftir íslenskt skáld, Magnús Sigurðsson. Þau voru örstutt en áleitin í einfaldleika sínum. Tónlistin var mun víðfeðmari, full af skemmtilegum litbrigðum, spennandi framvindu og hugvitsamlegri þróun sem endaði á fjörlegum hápunkti. Nokkur sígild íslensk lög voru flutt. Nöfn tónskáldanna vantaði í fáeinum tilfellum í tónleikaskrána, en þar voru aðeins textahöfundarnir nefndir. Lögin voru m.a. Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og Nótt eftir Árna Thorsteinsson. Söngur kórsins var glæsilegur. Raddirnar voru tærar og þéttar, í góðu styrkleikajafnvægi. Túlkunin var ávallt þrungin rétta andrúmsloftinu, gædd snerpu og léttleika, en heillandi angurvær inn á milli. Hljóðfæraleikur, sem fór reyndar lítið fyrir, var einnig með ágætum, nákvæmur og fagmannlegur. Nokkrir einsöngvarar úr röðum kórsins tóku lagið og þar var áhrifamesti söngurinn í höndunum á Heather Kozak. Hann var voldugur, röddin kröftug og fókuseruð. Hljómburðurinn í Kaldalóni fór einsöngvurunum þó ekki vel, og kórnum ekki heldur. Hann er alltof þurr og hentar engan veginn söngvurum. Furðulegt var að tónleikarnir skyldu ekki vera haldnir í Norðurljósum, sem er mun heppilegri salur fyrir svona tónleika. Fyrir utan þetta með hljómburðinn voru tónleikarnir magnaðir. Kraftmikill söngurinn og grípandi tónlistin hitti alltaf beint í mark. Aukalagið, Halelúja eftir Leonard Cohen, var dásamlegt, fullt af hlýju og einlægni. Megi Esprit de Choeur koma hingað fljótt aftur og syngja þá í betri sal.Niðurstaða: Fagur kórsöngur og fögur tónlist, frábærir tónleikar. Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Íslendingar flykktust til Kanada á nítjándu öld, enda ömurlegt að búa hér á þeim tíma. Hvorki meira né minna en fjórðungur þjóðarinnar lét sig hverfa. Megnið af landnemunum settist að í Manitóba og stofnsetti nýlenduna Nýja Ísland við vestanvert Winnipegvatn. Núna búa þar um hundrað þúsund manns sem eru afkomendur landnemanna. Þessi sterka tenging á milli landanna var í brennidepli á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á mánudagskvöldið. Þar kom fram kvennakórinn Esprit de Choeur, en þriðjungur kórfélaga er af íslensku bergi brotinn, þ. á m. kórstjórinn, Valdine Anderson. Greinilegt var að mikið var lagt í tónleikana. Efnisskráin var margbrotin og skartaði gnægð tónverka sem voru afar hugmyndarík. Maður hafði heyrt fæst af þeim áður, því um er að ræða músík eftir kanadísk samtímatónskáld. Annað var svo eftir Dolly Parton og svo voru þarna líka lífleg þjóðlög. Eitt af samtímatónskáldunum, David Scott, var sérstaklega beðinn um að semja tónlist fyrir tónleikaferðina. Textinn samanstóð af þremur ljóðum eftir íslenskt skáld, Magnús Sigurðsson. Þau voru örstutt en áleitin í einfaldleika sínum. Tónlistin var mun víðfeðmari, full af skemmtilegum litbrigðum, spennandi framvindu og hugvitsamlegri þróun sem endaði á fjörlegum hápunkti. Nokkur sígild íslensk lög voru flutt. Nöfn tónskáldanna vantaði í fáeinum tilfellum í tónleikaskrána, en þar voru aðeins textahöfundarnir nefndir. Lögin voru m.a. Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og Nótt eftir Árna Thorsteinsson. Söngur kórsins var glæsilegur. Raddirnar voru tærar og þéttar, í góðu styrkleikajafnvægi. Túlkunin var ávallt þrungin rétta andrúmsloftinu, gædd snerpu og léttleika, en heillandi angurvær inn á milli. Hljóðfæraleikur, sem fór reyndar lítið fyrir, var einnig með ágætum, nákvæmur og fagmannlegur. Nokkrir einsöngvarar úr röðum kórsins tóku lagið og þar var áhrifamesti söngurinn í höndunum á Heather Kozak. Hann var voldugur, röddin kröftug og fókuseruð. Hljómburðurinn í Kaldalóni fór einsöngvurunum þó ekki vel, og kórnum ekki heldur. Hann er alltof þurr og hentar engan veginn söngvurum. Furðulegt var að tónleikarnir skyldu ekki vera haldnir í Norðurljósum, sem er mun heppilegri salur fyrir svona tónleika. Fyrir utan þetta með hljómburðinn voru tónleikarnir magnaðir. Kraftmikill söngurinn og grípandi tónlistin hitti alltaf beint í mark. Aukalagið, Halelúja eftir Leonard Cohen, var dásamlegt, fullt af hlýju og einlægni. Megi Esprit de Choeur koma hingað fljótt aftur og syngja þá í betri sal.Niðurstaða: Fagur kórsöngur og fögur tónlist, frábærir tónleikar.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira