Pakistanar óttast upprisu ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 13:55 Frá vettvangi árásarinnar í júlí. Vísir/AP Yfirvöld í Pakistan óttast að fjöldi vígamanna Íslamska ríkisins hafi flúið frá Írak og Sýrlandi og falið sig í Pakistan. Þar skipuleggi þeir árásir. Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir. „Við erum tilbúnir til að berjast í þessu stríði,“ sagði yfirmaðurinn Pervez Ahmed Chandio við AP.Rifjuð er upp árás frá því í júlí þar sem hinn 23 ára gamli Hafeez Nawaz sprengdi sig í loft upp á kosningasamkomu. 149 létu lífið og 300 særðust í árásinni. Nawaz hafði hætt í skóla sínum þremur árum áður og gengið til liðs við ISIS í Afganistan. Eldri bróðir hans hafði gengið til liðs við Talibana árið 2014 en yfirgefið þá mjög fljótt. Skömmu seinna fékk hann bróðir sinn til þess að ganga til liðs við ISIS. Bræðurnir tóku þrjár systur sínar og móður sína með sér til Afganistan. Faðir þeirra, yngsti bróðir þeirra og sá elsti urðu eftir í Pakistan. Yngsti bróðirinn var sendur til þess að sannfæra þá um að koma aftur heim en hann sneri aldrei aftur. Seinna var faðir þeirra og bróðir handteknir við að reyna að komast til Afganistan. Fjölmargir vígahópar eru staðsettir í Pakistan og margir þeirra eru óáreittir af yfirvöldum ríkisins. Embættismenn óttast þó Íslamska ríkið sérstaklega vegna eðlis samtakanna þar í landi og þeirrar leyndar sem meðlimir þeirra fara eftir. Ráði yfirvöld niðurlögum eins hóps vígamanna stingur annar upp kollinum og jafnvel annars staðar í landinu. Þá er lítið sem ekkert vitað um nýja uppbyggingu samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því fyrr í vikunni að enn væru vígamenn Íslamska ríkisins fjölmargir og þar af væru þúsundir erlendra vígamanna. Verið væri að byggja samtökin upp á nýju og ógnin af þeim gæti aukist á nýjan leik. Pakistan Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Yfirvöld í Pakistan óttast að fjöldi vígamanna Íslamska ríkisins hafi flúið frá Írak og Sýrlandi og falið sig í Pakistan. Þar skipuleggi þeir árásir. Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir. „Við erum tilbúnir til að berjast í þessu stríði,“ sagði yfirmaðurinn Pervez Ahmed Chandio við AP.Rifjuð er upp árás frá því í júlí þar sem hinn 23 ára gamli Hafeez Nawaz sprengdi sig í loft upp á kosningasamkomu. 149 létu lífið og 300 særðust í árásinni. Nawaz hafði hætt í skóla sínum þremur árum áður og gengið til liðs við ISIS í Afganistan. Eldri bróðir hans hafði gengið til liðs við Talibana árið 2014 en yfirgefið þá mjög fljótt. Skömmu seinna fékk hann bróðir sinn til þess að ganga til liðs við ISIS. Bræðurnir tóku þrjár systur sínar og móður sína með sér til Afganistan. Faðir þeirra, yngsti bróðir þeirra og sá elsti urðu eftir í Pakistan. Yngsti bróðirinn var sendur til þess að sannfæra þá um að koma aftur heim en hann sneri aldrei aftur. Seinna var faðir þeirra og bróðir handteknir við að reyna að komast til Afganistan. Fjölmargir vígahópar eru staðsettir í Pakistan og margir þeirra eru óáreittir af yfirvöldum ríkisins. Embættismenn óttast þó Íslamska ríkið sérstaklega vegna eðlis samtakanna þar í landi og þeirrar leyndar sem meðlimir þeirra fara eftir. Ráði yfirvöld niðurlögum eins hóps vígamanna stingur annar upp kollinum og jafnvel annars staðar í landinu. Þá er lítið sem ekkert vitað um nýja uppbyggingu samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því fyrr í vikunni að enn væru vígamenn Íslamska ríkisins fjölmargir og þar af væru þúsundir erlendra vígamanna. Verið væri að byggja samtökin upp á nýju og ógnin af þeim gæti aukist á nýjan leik.
Pakistan Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent