Neytendum stafar ekki hætta af eiturefni í morgunkorni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 13:57 Efnið fannst í vörum frá matvælaframleiðendunum Quaker, Kellogg’s og General Mills, sem framleiðir Cheerios. Vísir/getty Neytendum stafar ekki hætta af glýfósati, virka efninu í illgresiseyðinum Roundup, í matvælum á evrópskum markaði, að því er fram kemur í frétt á vef Matvælastofnunar. Greint var frá því í vikunni að eiturefnið fyndist m.a. í morgunkorni.Sjá einnig: Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Í frétt bandarísku umhverfisverndarsamtakanna EWG sem birtist í vikunni er skýrt frá því að virka efnið í illgresiseyðinum Roundup, glýfosat (glyphosate), finnist í mörgum þekktum matvörum, einkum í morgunkorni og fást einhverjar tegundir þess á Íslandi. Þá var einnig greint frá málinu í breska dagblaðinu The Guardian en efnið fannst í vörum frá matvælaframleiðendunum Quaker, Kellogg’s og General Mills, sem framleiðir Cheerios.Yfir leyfilegum mörkum í 0,28% tilfella Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu, EFSA, safni niðurstöðum úr glýfosfatmælingum aðildarríkja Evrópusambandsins á hverju ári. Nýjustu niðurstöður eru frá árinu 2016 þar sem tekin voru 6761 sýni frá 26 löndum í Evrópu. „Glýfosat greindist yfir leyfilegum mörkum í 19 sýnum eða 0,28% sýnanna. Það greindist ekki glýfosat í 96,4% sýnanna, þ.e.a.s. glýfosat var ekki til staðar eða í svo litlum mæli að það var ekki hægt að magngreina það,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Miðað við þessar niðurstöður telur EFSA að það magn sem neytendur innbyrða með matvælum á markaði sé ekki skaðlegt heilsu manna. Ekkert glýfosat í vörum á Íslandi árið 2016 Þá gefi rannsókn EWG, þar sem tekin voru sýni úr kornvörum, ekki tilefni til að vara við neyslu á vörunum, hvorki fyrir fullorðna né börn, eða innkalla þær af markaði. Einnig er bent á að glýfósat er leyft til notkunar á Íslandi en Umhverfisstofnun veitir markaðsleyfi og fer með eftirlit með innfutningi þess. Árið 2016 tók Matvælastofnun þrjú sýni af innlendum kornvörum til greiningar á glýfósati. Ekkert glýfósat fannst í vörunum. Efnið glýfosfat er virka efnið í arfaeyðinum Roundup, sem er notaður við ræktun á erfðabreyttum korntegundum og fæst hér á landi. Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var fyrir nokkru dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn hélt því fram að krabbamein hans mætti rekja að einhverju leyti til notkunar hans á arfaeyðinum. Neytendur Tengdar fréttir Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03 Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Neytendum stafar ekki hætta af glýfósati, virka efninu í illgresiseyðinum Roundup, í matvælum á evrópskum markaði, að því er fram kemur í frétt á vef Matvælastofnunar. Greint var frá því í vikunni að eiturefnið fyndist m.a. í morgunkorni.Sjá einnig: Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Í frétt bandarísku umhverfisverndarsamtakanna EWG sem birtist í vikunni er skýrt frá því að virka efnið í illgresiseyðinum Roundup, glýfosat (glyphosate), finnist í mörgum þekktum matvörum, einkum í morgunkorni og fást einhverjar tegundir þess á Íslandi. Þá var einnig greint frá málinu í breska dagblaðinu The Guardian en efnið fannst í vörum frá matvælaframleiðendunum Quaker, Kellogg’s og General Mills, sem framleiðir Cheerios.Yfir leyfilegum mörkum í 0,28% tilfella Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu, EFSA, safni niðurstöðum úr glýfosfatmælingum aðildarríkja Evrópusambandsins á hverju ári. Nýjustu niðurstöður eru frá árinu 2016 þar sem tekin voru 6761 sýni frá 26 löndum í Evrópu. „Glýfosat greindist yfir leyfilegum mörkum í 19 sýnum eða 0,28% sýnanna. Það greindist ekki glýfosat í 96,4% sýnanna, þ.e.a.s. glýfosat var ekki til staðar eða í svo litlum mæli að það var ekki hægt að magngreina það,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Miðað við þessar niðurstöður telur EFSA að það magn sem neytendur innbyrða með matvælum á markaði sé ekki skaðlegt heilsu manna. Ekkert glýfosat í vörum á Íslandi árið 2016 Þá gefi rannsókn EWG, þar sem tekin voru sýni úr kornvörum, ekki tilefni til að vara við neyslu á vörunum, hvorki fyrir fullorðna né börn, eða innkalla þær af markaði. Einnig er bent á að glýfósat er leyft til notkunar á Íslandi en Umhverfisstofnun veitir markaðsleyfi og fer með eftirlit með innfutningi þess. Árið 2016 tók Matvælastofnun þrjú sýni af innlendum kornvörum til greiningar á glýfósati. Ekkert glýfósat fannst í vörunum. Efnið glýfosfat er virka efnið í arfaeyðinum Roundup, sem er notaður við ræktun á erfðabreyttum korntegundum og fæst hér á landi. Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var fyrir nokkru dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn hélt því fram að krabbamein hans mætti rekja að einhverju leyti til notkunar hans á arfaeyðinum.
Neytendur Tengdar fréttir Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03 Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48