Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 15:33 Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. Tilkynnt var um andarnefjurnar tvær, sem sátu fastar í fjörunni í Engey, síðdegis í gær en fólk varð fyrst vart við þær um klukkan 13. Fjöldi fólks tók þátt í björgunaraðgerðum sem fjallað var ítarlega um á Vísi.Virtist á tímabili ekki með lífsmarki Andarnefjurnar voru í slæmu ástandi þegar Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur kom á staðinn í gær. Þær voru illa rispaðar, áttu erfitt með andardrátt og mikið blæddi úr þeim. „Önnur þeirra var í verra ástandi, virtist vera að upplifa meira „trauma“ og var í meira sjokki. Sá hvalur hafði það ekki af. Hinn var mun rólegri og virtist á tímabili ekki endilega með lífsmarki en hann vissulega hélt alltaf áfram að anda,“ segir Edda. Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, í Engey í gær.Mynd/SkjáskotHvalirnir voru á landi í nokkra klukkutíma og segir Edda að lífslíkur þeirra miðað við þann tíma hafi verið slæmar. „Líffærin fara hægt og rólega að gefa undan eigin þunga og skemmast, og innvortis blæðingar eru mjög líklegar við þessar aðstæður. Það er mjög sennilegt að það hafi verið það sem grandaði hinu dýrinu,“ segir Edda en útilokar þó ekki að hjartastopp hafi dregið dýrið til dauða. „En einhvern veginn virðist hin hafa sloppið, hún barðist minna um, hún hélt ró sinni, hvort sem það hafi verið viljandi eða ekki, en það gæti hafa verið henni til lífs.“Naut aðstoðar manna á bátum og brettum Andarnefjan sem komst lífs af var mjög máttfarin þegar náðist að koma henni aftur út í sjó. Hvalurinn var nokkuð vankaður eftir átökin á landi og átti erfitt með að halda jafnvægi á sundi.Andarnefjan náði sér á strik eftir að hún komst aftur út í sjó og naut þar aðstoðar björgunarmanna.Mynd/SkjáskotEdda segir þó að andarnefjan hafi fljótlega náð að rétta úr sér, með hjálp björgunarsveitarmanna á bátum og brettum. Þá virtist hún hafa komið sér út úr grynningunum í dag. „Það er mjög algengt að djúpsjávarhvalir villist og verði áttavilltir við þessar aðstæður þar sem þeir ná ekki að nýta sína venjulegu tækni, bergmálsmiðun, til þess að rata um við svona aðstæður,“Gætum átt von á fleiri tilfellum Að sögn Eddu halda andarnefjur sig aðallega við Jan Mayen og Grænland en þær koma oft til Íslands á sumrin. Hér séu þær að elta smokkfisk sem sækir landið heim á þessum tíma. „Ef þær fara að gera það í meiri mæli þá getum við átt von á því að það verði fleiri tilfelli eins og þessi. Mögulega bendir þetta til þess að fleiri dýr hafi komið hingað inn,“ segir Edda. Samkvæmt frétt RÚV verður dauða andarnefjan krufin á vettvangi og hafa Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með því. Eddu tekur sjálf þátt í krufningunni. Að lokinni krufningu verður hræinu sökkt með aðstoð Landhelgisgæslunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.Velta þurfti andarnefjunni til að opna fyrir loftgatið á henni.Mynd/Skjáskot Dýr Tengdar fréttir Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06 Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. Tilkynnt var um andarnefjurnar tvær, sem sátu fastar í fjörunni í Engey, síðdegis í gær en fólk varð fyrst vart við þær um klukkan 13. Fjöldi fólks tók þátt í björgunaraðgerðum sem fjallað var ítarlega um á Vísi.Virtist á tímabili ekki með lífsmarki Andarnefjurnar voru í slæmu ástandi þegar Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur kom á staðinn í gær. Þær voru illa rispaðar, áttu erfitt með andardrátt og mikið blæddi úr þeim. „Önnur þeirra var í verra ástandi, virtist vera að upplifa meira „trauma“ og var í meira sjokki. Sá hvalur hafði það ekki af. Hinn var mun rólegri og virtist á tímabili ekki endilega með lífsmarki en hann vissulega hélt alltaf áfram að anda,“ segir Edda. Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, í Engey í gær.Mynd/SkjáskotHvalirnir voru á landi í nokkra klukkutíma og segir Edda að lífslíkur þeirra miðað við þann tíma hafi verið slæmar. „Líffærin fara hægt og rólega að gefa undan eigin þunga og skemmast, og innvortis blæðingar eru mjög líklegar við þessar aðstæður. Það er mjög sennilegt að það hafi verið það sem grandaði hinu dýrinu,“ segir Edda en útilokar þó ekki að hjartastopp hafi dregið dýrið til dauða. „En einhvern veginn virðist hin hafa sloppið, hún barðist minna um, hún hélt ró sinni, hvort sem það hafi verið viljandi eða ekki, en það gæti hafa verið henni til lífs.“Naut aðstoðar manna á bátum og brettum Andarnefjan sem komst lífs af var mjög máttfarin þegar náðist að koma henni aftur út í sjó. Hvalurinn var nokkuð vankaður eftir átökin á landi og átti erfitt með að halda jafnvægi á sundi.Andarnefjan náði sér á strik eftir að hún komst aftur út í sjó og naut þar aðstoðar björgunarmanna.Mynd/SkjáskotEdda segir þó að andarnefjan hafi fljótlega náð að rétta úr sér, með hjálp björgunarsveitarmanna á bátum og brettum. Þá virtist hún hafa komið sér út úr grynningunum í dag. „Það er mjög algengt að djúpsjávarhvalir villist og verði áttavilltir við þessar aðstæður þar sem þeir ná ekki að nýta sína venjulegu tækni, bergmálsmiðun, til þess að rata um við svona aðstæður,“Gætum átt von á fleiri tilfellum Að sögn Eddu halda andarnefjur sig aðallega við Jan Mayen og Grænland en þær koma oft til Íslands á sumrin. Hér séu þær að elta smokkfisk sem sækir landið heim á þessum tíma. „Ef þær fara að gera það í meiri mæli þá getum við átt von á því að það verði fleiri tilfelli eins og þessi. Mögulega bendir þetta til þess að fleiri dýr hafi komið hingað inn,“ segir Edda. Samkvæmt frétt RÚV verður dauða andarnefjan krufin á vettvangi og hafa Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með því. Eddu tekur sjálf þátt í krufningunni. Að lokinni krufningu verður hræinu sökkt með aðstoð Landhelgisgæslunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.Velta þurfti andarnefjunni til að opna fyrir loftgatið á henni.Mynd/Skjáskot
Dýr Tengdar fréttir Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06 Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06
Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34
Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21