Segir Líf einnig hafa ullað á Eyþór Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2018 20:30 Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og undrast fyrrverandi borgarfulltrúar framkoma núverandi borgarfulltrúa. Sálfræðingur segir skort á gagnkvæmri virðingu. Samskipti borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar hafa verið hávær umræðunni frá því í gær eftir að fulltrúar í minnihluta borgarstjórnar létu bóka að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri grænna hafi ullað á Mörtu Guðjónsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þá vakti það einnig athygli í vikunni þegar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gengu út af fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar en í kjölfarið lét borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafa það eftir sér að um væri að ræða „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem hún hefði orðið vitni að á 8 ára ferli í pólitík“. Svo virðist svo grunnt sé á því góða hjá borgarfulltrúum hjá Reykjavíkurborg og hefur málið komið til tals hjá fyrrverandi borgarfulltrúum sem allir eru sammála um að vera fegnir að vera lausir. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvinaVísir/Egill Beinar útsendingar? „Maður veltir því fyrir sér hvort það eigi ekki bara að vera beinar útsendingar frá þessum lokuðu fundum fyrst að Spaugstofan er hætt,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í borginniVísir/Daníel Rúnarsson Bara rugl „Ég skil ekki hvað er í gangi þarna. Að vera eltast við einhver smá mál og ullandi og starandi á hvort annað og bókandi um það. Bíddu hvað gerir það fyrir borgarbúa. Hvað gerir það fyrir fólkið sem er að bíða eftir þjónustu, húsnæði, betri götum. Hvað gerir það fyrir heimilislausa? Þetta er bara rugl,“ sagði Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Stefán Málefnin týnast „Eins og þetta birtist í fjölmiðlum finnst mér þetta svolítið verið að reyna gera allskonar mál úr öllu og fólk er að reyna fóta sig svolítið. Mér finnst málefnin týnast í svona orðaskaki,“ sagði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. Eigi að sýna gott fordæmi Sálfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag segir það sérstakt að fylgjast með samskiptum borgarfulltrúanna eins og þau birtast almenningi í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og opinberum gögnum. Almennt eigi fólk í þessari stöðu að sýna gott fordæmi í hegðun sinni. Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sálVísir/Egill „Þetta þekkist bara vel í þegar hópur fólks kemur saman að við getum dottið í þessar gryfjur. Númer eitt, tvö og þrjú í árangursríkum samskiptum þarf fólk að sýna gagnkvæma virðingu,“ sagði Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál. Yfirlýsing Lífar Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri Grænna var boðið að mæta Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld til þess að ræða samskipti borgarfulltrúanna en hún komst ekki og sendi þess í tilkynningu sem er birt hér í heild sinni; Líf bregður á leik í sjónvarpssal um kosningahelgina í maí. Hún segist hafa ullað á Mörtu til að létta andrúmsloftið á fundi gærdagsins.Vísir/Vilhelm „Á fundinum sá ég að Marta Guðjónsdóttir misskildi mig og tók uppátæki mínu illa. Ég ræddi því málið við hana í mesta bróðerni og hélt að þar með væri því lokið. Marta vildi hins vegar frekar slá pólitískar keilur með því að gera þetta að fréttamáli. Það er hennar val," segir Líf. „Í mínum huga er þetta lítilvægt mál og því lauk af minni hálfu með einlægri afsökunarbeiðni sem Marta kaus að taka ekki. Mér finnst dapurlegt að það sé látið skyggja á stærri og veigameiri verkefni sem borgarstjórn vinnur að og er hugsi yfir því hve málefnafátæktin virðist mikil í röðum minnihlutans að hafa ekki um annað að fjalla. Oft er ráðist að persónu fólks, niðrandi orðfæri notað um samstarfsfólk og ógnandi og kúgandi hegðun viðhöfð á lokuðum fundum til að halda öllu í heljargreipum. Ég tel að það sé í höndum minnihlutans að svara af hverju hann velur að hegða sér með jafn ómálefnalegum hætti og við höfum orðið vitni að m.a. í fjölmiðlum. Margir í minnihlutanum ættu að líta sér nær ef þeir vilja bæta samskiptin og vinnuandann í ráðhúsinu og af viðbrögðum Mörtu Guðjónsdóttur í þessu máli er ekki að sjá að mikill vilji sé til þess að vinna málefnalega í þágu borgarbúa í sátt og sanngirni. Ég sjálf hef ekki annað í hyggju en að sinna störfum mínum af sömu alúð og vandvirkni og hingað til,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsVísir/Egill Samskiptin hafi áhrif á úrlausn mála Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir samskipti borgarfulltrúa farin að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála borginni. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að.“ Marta segir bókunina í gær ekki tilkomna vegna málefnaþurrðar hjá minnihluta borgarstjórnar. „Við hlökkuðum til þess að hefja nýtt kjörtímabil. Það eru þau sem halda þessum slæmu vinnubrögðum áfram, það eru ekki við. Við viljum vinna að þeim brýnu vandamálum sem að steðja að borgarbúum, eins og húsnæðisvandinn, leikskólavandinn og samgönguvandinn svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Marta. Ekki beðist formlega afsökunar Marta segir Líf ekki hafa beðist formlega afsökunar. „Hún hafði tækifæri til þess í gær til þess að bóka afsökunarbeiðni, hún gerði það ekki, hún nýtti það ekki. Hins vegar ræddi hún við mig í bakherbergi. En það var tilraun til þess að þagga niður í málinu. Það var tilraun til þess að ég legði ekki fram þessa bókun.“ Ullaði líka á Eyþór „Hafi hún meint það að hún vildi biðjast afsökunar á þessu máli þá hefði hún ekki rekið út úr sér tunguna við oddvita okkar, Eyþór Arnalds, þegar hún gekk út úr borgarráðsherberginu,“ segir Marta. Marta segist ætla beita sér í að laga þau samskiptavandamál sem eru á milli borgarfulltrúa í borgarstjórn. „Það var tilraun mín til þess að gera það í gær þegar ég lagði fram þessa bókun. Til þess að varpa ljósi á það að við erum að eyða allt of miklum tíma í óþarfa mál og í neikvætt andrúmsloft í stað þess að vera vinna að brýnum hagsmunamálum fyrir borgarbúa,“ segir Marta. Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála „Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. 17. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og undrast fyrrverandi borgarfulltrúar framkoma núverandi borgarfulltrúa. Sálfræðingur segir skort á gagnkvæmri virðingu. Samskipti borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar hafa verið hávær umræðunni frá því í gær eftir að fulltrúar í minnihluta borgarstjórnar létu bóka að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri grænna hafi ullað á Mörtu Guðjónsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þá vakti það einnig athygli í vikunni þegar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gengu út af fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar en í kjölfarið lét borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafa það eftir sér að um væri að ræða „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem hún hefði orðið vitni að á 8 ára ferli í pólitík“. Svo virðist svo grunnt sé á því góða hjá borgarfulltrúum hjá Reykjavíkurborg og hefur málið komið til tals hjá fyrrverandi borgarfulltrúum sem allir eru sammála um að vera fegnir að vera lausir. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvinaVísir/Egill Beinar útsendingar? „Maður veltir því fyrir sér hvort það eigi ekki bara að vera beinar útsendingar frá þessum lokuðu fundum fyrst að Spaugstofan er hætt,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í borginniVísir/Daníel Rúnarsson Bara rugl „Ég skil ekki hvað er í gangi þarna. Að vera eltast við einhver smá mál og ullandi og starandi á hvort annað og bókandi um það. Bíddu hvað gerir það fyrir borgarbúa. Hvað gerir það fyrir fólkið sem er að bíða eftir þjónustu, húsnæði, betri götum. Hvað gerir það fyrir heimilislausa? Þetta er bara rugl,“ sagði Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Stefán Málefnin týnast „Eins og þetta birtist í fjölmiðlum finnst mér þetta svolítið verið að reyna gera allskonar mál úr öllu og fólk er að reyna fóta sig svolítið. Mér finnst málefnin týnast í svona orðaskaki,“ sagði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. Eigi að sýna gott fordæmi Sálfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag segir það sérstakt að fylgjast með samskiptum borgarfulltrúanna eins og þau birtast almenningi í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og opinberum gögnum. Almennt eigi fólk í þessari stöðu að sýna gott fordæmi í hegðun sinni. Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sálVísir/Egill „Þetta þekkist bara vel í þegar hópur fólks kemur saman að við getum dottið í þessar gryfjur. Númer eitt, tvö og þrjú í árangursríkum samskiptum þarf fólk að sýna gagnkvæma virðingu,“ sagði Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál. Yfirlýsing Lífar Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri Grænna var boðið að mæta Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld til þess að ræða samskipti borgarfulltrúanna en hún komst ekki og sendi þess í tilkynningu sem er birt hér í heild sinni; Líf bregður á leik í sjónvarpssal um kosningahelgina í maí. Hún segist hafa ullað á Mörtu til að létta andrúmsloftið á fundi gærdagsins.Vísir/Vilhelm „Á fundinum sá ég að Marta Guðjónsdóttir misskildi mig og tók uppátæki mínu illa. Ég ræddi því málið við hana í mesta bróðerni og hélt að þar með væri því lokið. Marta vildi hins vegar frekar slá pólitískar keilur með því að gera þetta að fréttamáli. Það er hennar val," segir Líf. „Í mínum huga er þetta lítilvægt mál og því lauk af minni hálfu með einlægri afsökunarbeiðni sem Marta kaus að taka ekki. Mér finnst dapurlegt að það sé látið skyggja á stærri og veigameiri verkefni sem borgarstjórn vinnur að og er hugsi yfir því hve málefnafátæktin virðist mikil í röðum minnihlutans að hafa ekki um annað að fjalla. Oft er ráðist að persónu fólks, niðrandi orðfæri notað um samstarfsfólk og ógnandi og kúgandi hegðun viðhöfð á lokuðum fundum til að halda öllu í heljargreipum. Ég tel að það sé í höndum minnihlutans að svara af hverju hann velur að hegða sér með jafn ómálefnalegum hætti og við höfum orðið vitni að m.a. í fjölmiðlum. Margir í minnihlutanum ættu að líta sér nær ef þeir vilja bæta samskiptin og vinnuandann í ráðhúsinu og af viðbrögðum Mörtu Guðjónsdóttur í þessu máli er ekki að sjá að mikill vilji sé til þess að vinna málefnalega í þágu borgarbúa í sátt og sanngirni. Ég sjálf hef ekki annað í hyggju en að sinna störfum mínum af sömu alúð og vandvirkni og hingað til,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsVísir/Egill Samskiptin hafi áhrif á úrlausn mála Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir samskipti borgarfulltrúa farin að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála borginni. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að.“ Marta segir bókunina í gær ekki tilkomna vegna málefnaþurrðar hjá minnihluta borgarstjórnar. „Við hlökkuðum til þess að hefja nýtt kjörtímabil. Það eru þau sem halda þessum slæmu vinnubrögðum áfram, það eru ekki við. Við viljum vinna að þeim brýnu vandamálum sem að steðja að borgarbúum, eins og húsnæðisvandinn, leikskólavandinn og samgönguvandinn svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Marta. Ekki beðist formlega afsökunar Marta segir Líf ekki hafa beðist formlega afsökunar. „Hún hafði tækifæri til þess í gær til þess að bóka afsökunarbeiðni, hún gerði það ekki, hún nýtti það ekki. Hins vegar ræddi hún við mig í bakherbergi. En það var tilraun til þess að þagga niður í málinu. Það var tilraun til þess að ég legði ekki fram þessa bókun.“ Ullaði líka á Eyþór „Hafi hún meint það að hún vildi biðjast afsökunar á þessu máli þá hefði hún ekki rekið út úr sér tunguna við oddvita okkar, Eyþór Arnalds, þegar hún gekk út úr borgarráðsherberginu,“ segir Marta. Marta segist ætla beita sér í að laga þau samskiptavandamál sem eru á milli borgarfulltrúa í borgarstjórn. „Það var tilraun mín til þess að gera það í gær þegar ég lagði fram þessa bókun. Til þess að varpa ljósi á það að við erum að eyða allt of miklum tíma í óþarfa mál og í neikvætt andrúmsloft í stað þess að vera vinna að brýnum hagsmunamálum fyrir borgarbúa,“ segir Marta.
Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála „Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. 17. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála „Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. 17. ágúst 2018 05:00